Ljótasti flugvöllur í hei ... 1. febrúar 2008 17:18 Var að koma frá Akureyri eftir ágætan stjórnarfund hjá Leikfélagi Akureyri en þar erum við að undirbúa ráðningu á nýjum leikhússtjóra; Magnús vinur okkar er jú á förum eftir farsælt starf svo ekki sé meira sagt. En athugasemd mín er sumsé þessi: Hvernig í ósköpunum er hægt að bjóða landsmönnum - og erlendum túristum - upp á jafn örmurlega aðstöðu og blasir við öllum á Reykjavíkurflugvelli. Þvílík skúraskrifli. Þvílíkur daunn. Og þvílíkur sóðaskapur. Skrapp á klóið eftir mjúka lendingu á suður-norður brautinni og þar var skítugra um að horfast en á verstu kráarklósettum Suður-Evrópu. Mér er hreint slétt sama þótt menn ætli að fara að reisa nýja miðstöð undir innanlandsflugið í Vatnsmýrinni. Og gefi því kannski aflátt af núverandi aðstöðu. Umhverfisslysið innandyra á Reykjavíkurflugvelli er þjóðinni til skammar. Þarf að skrifa aðra Alþýðubók um sóðaskap landsmanna ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Var að koma frá Akureyri eftir ágætan stjórnarfund hjá Leikfélagi Akureyri en þar erum við að undirbúa ráðningu á nýjum leikhússtjóra; Magnús vinur okkar er jú á förum eftir farsælt starf svo ekki sé meira sagt. En athugasemd mín er sumsé þessi: Hvernig í ósköpunum er hægt að bjóða landsmönnum - og erlendum túristum - upp á jafn örmurlega aðstöðu og blasir við öllum á Reykjavíkurflugvelli. Þvílík skúraskrifli. Þvílíkur daunn. Og þvílíkur sóðaskapur. Skrapp á klóið eftir mjúka lendingu á suður-norður brautinni og þar var skítugra um að horfast en á verstu kráarklósettum Suður-Evrópu. Mér er hreint slétt sama þótt menn ætli að fara að reisa nýja miðstöð undir innanlandsflugið í Vatnsmýrinni. Og gefi því kannski aflátt af núverandi aðstöðu. Umhverfisslysið innandyra á Reykjavíkurflugvelli er þjóðinni til skammar. Þarf að skrifa aðra Alþýðubók um sóðaskap landsmanna ... -SER.