Tiger Woods, besti kylfingur heimsins, tryggði sér sigur á Dubai mótinu í golfi í dag með glæsilegum endaspretti. Woods byrjaði síðasta hringinn fjórum höggum á eftir Ernie Els en fékk hvern fuglinn á fætur öðrum á lokadeginum.
Spilamennska Els var upp og niður í dag en hann náði þó fugli á 18. holu og knúði fram bráðabana við Woods. En hann skaut öðru höggi sínu á 18. holunni beint út í vatn og færði þar með Woods titilinn.
Woods spilaði síðustu 9 holurnar í dag á sex höggum undir pari og lauk keppni á 66 höggum - 14 undir pari alls. Martin Kaymer frá Þýskalandi lauk keppni á 13 undir og Els og landi hans Louis Oosthuizen komu næstir á 12 undir pari.