Íslenski boltinn

Ísland tapaði fyrir Möltu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslands, þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum undir sinni stjórn.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslands, þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum undir sinni stjórn. Mynd/E.Stefán

Íslenska landsliðið tapaði sínum öðrum leik á æfingamótinu á Möltu. Það tapaði fyrir heimamönnum í kvöld en leikurinn endaði 1-0 fyrir Maltverja.

Íslenska liðinu gekk illa að byggja upp góðar sóknir í leiknum. Möltumenn náðu að brjóta ísinn á 18. mínútu með skoti frá vítateig sem var óverjandi fyrir Fjalar Þorgeirsson í markinu. Það reyndist eina mark leiksins.

Samkvæmt vefsíðu KSÍ sótti íslenska liðið nokkuð stíft á lokakafla leiksins og björguðu heimamenn m.a. á marklínu í eitt skiptið.

Ísland tapaði um helgina fyrir Hvíta Rússlandi og hefur enn ekki tekist að finna leiðina í mark andstæðingana á mótinu. Lokaleikur íslenska liðsins á mótinu er á miðvikudaginn gegn Armeníu.

Armenía vann Hvíta Rússland fyrr í kvöld 2-1 á þessu æfingamóti og er með fullt hús eftir tvær umferðir.

Staðan á mótinu eftir tvær umferðir:

1. Armenía - 6 stig

2. Hvíta Rússland - 3 stig

3. Malta - 3 stig

4. Ísland - 0 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×