Íslenski boltinn

Loksins sigur hjá Ólafi

Mynd/Martin Sylvest

Ólafur Jóhannesson vann í dag sinn fyrsta sigur sem þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu þegar liðið lagði Armena 2-0 í lokaleik sínum á æfingamótinu á Möltu.

Leikurinn var í jafnvægi í fyrri hálfleik en það var Tryggvi Guðmundsson sem kom íslenska liðinu á bragðið með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Markið skoraði Tryggvi af stuttu færi eftir sendingu Gunnars Heiðars Þorvaldssonar.

Armenar voru sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og sóttu meira á meðan íslenska liðið lá aftar á vellinum og beitti skyndisóknum. Úr einni slíkri skoraði liðið annað markið sitt þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eftir sendingu Jónasar Guðna Sævarssonar á 75. mínútu.

Íslenska liðið hlaut því þrjú stig á mótinu en hafði áður tapað fyrir heimamönnum í Möltu og Hvít-Rússum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×