Golf

McGrane tók forystuna á Indlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Damien McGrane horfir eftir höggi í dag.
Damien McGrane horfir eftir höggi í dag. Nordic Photos / AFP

Írski kylfingurinn Damien McGrane hefur forystu á indverska meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

McGrane var í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag en lék á 69 höggum í dag og náði þar með tveggja högga forystu á þrjá aðra kylfinga.

McGrane er samtals á átta höggum undir pari en þeir Hendrik Buhrmann frá Suður-Afríku, Raphael Jacquelin frá Frakklandi og Graeme McDowell frá Norður-Írlandi eru á sex höggum undir pari.

Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els komst í gegnum niðurskurðinn þrátt fyrir að hafa verið talsvert frá sínu besta á mótinu. Hann lék á 70 höggum í dag og bætti sig þar með um fimm högg frá því í gær. Hann er á samtals einu höggi yfir pari og er í 44.-54. sæti.

Heimamaðurinn Jyoti Randhawa var með forystu eftir fyrsta keppnisdaginn en náði sér alls ekki á strik í dag og kláraði á 77 höggum. Hann hefur borið sigur úr býtum á þessum móti undanfarin tvö ár. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×