Golf

Óvæntur sigur heimamanns á Indlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
McGrane óskar Chowrasia til hamingju með sigurinn.
McGrane óskar Chowrasia til hamingju með sigurinn. Nordic Photos / AFP

Heimamaðurinn Shivshankar Chowrasia vann heldur óvæntan sigur á indverska meistaramótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni.

Chowrasia spilaði afar vel á lokadeginum í morgun og kláraði hringinn á fimm undir pari eða 67 höggum. Samtals lék hann á níu höggum undir pari og hafði tveggja högga forystu á Írann Damien McGrane.

Þrír mismunandi kylfingar skiptust á að hafa forystuna á milli keppnisdaga á mótinu en enginn þeirra náði að klófesta sigurinn.

Frakkinn Raphael Jacquelin hafði forystu fyrir síðasta keppnisdaginn en lék á 74 höggum í dag og samtals á fjórum höggum undir pari. Hann hafnaði í 4.-5. sæti ámótinu.

Ernie Els frá Suður-Afríku endaði mótið betur en hann byrjaði og lék á 71 höggi í dag, rétt eins og Daninn Thomas Björn. Þeir luku báðir keppni á þremur höggum undir pari og urðu í 6.-10. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×