Singh og Hart með forystu á Pebble Beach Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2008 14:02 Dudley Hart náði fugli á 18. holu í gær. Nordic Photos / Getty Images Þeir Vijay Singh og Dudley Hart eru með forystu á Pro-Am mótinu á Pebble Beach í Kaliforníu fyrir lokakeppnisdaginn sem verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Meira en áratugur er liðinn síðan að Hart var síðast með forystu fyrir síðasta keppnisdaginn á PGA-móti og tæp átta ár eru síðan hann bar síðast sigur úr býtum á slíku móti. En árangur Hart er afar merkilegur, ekki síst fyrir þær sakir að hann keppti ekkert á síðustu sex mánuðum síðasta keppnistímabils þar sem kona hans greindist með krabbamein. Hún er þó á góðum batavegi eins og er. Hart og Singh hafa leikið á 207 höggum eða níu undir pari sem er besta skorið á mótinu á Pebble Beach eftir 54 holur síðan 1990. Dustin Johnson og Michael Allen eru næstir á eftir á sjö höggum undir pari. Phil Mickelson er ríkjandi meistari en komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær er hann lék fjórtándu holuna í gær á ellefu höggum. Hann var í ágætum málum fyrir holuna en kláraði svo á 78 höggum sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn, sem fyrr segir. Greg Norman komst ekki heldur í gegnum niðurskurðinn en hann lék á 79 höggum í gær og var tíu höggum frá niðurskurðinum. Hann lék á sínu fyrsta PGA-móti í átján mánuði um helgina. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þeir Vijay Singh og Dudley Hart eru með forystu á Pro-Am mótinu á Pebble Beach í Kaliforníu fyrir lokakeppnisdaginn sem verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Meira en áratugur er liðinn síðan að Hart var síðast með forystu fyrir síðasta keppnisdaginn á PGA-móti og tæp átta ár eru síðan hann bar síðast sigur úr býtum á slíku móti. En árangur Hart er afar merkilegur, ekki síst fyrir þær sakir að hann keppti ekkert á síðustu sex mánuðum síðasta keppnistímabils þar sem kona hans greindist með krabbamein. Hún er þó á góðum batavegi eins og er. Hart og Singh hafa leikið á 207 höggum eða níu undir pari sem er besta skorið á mótinu á Pebble Beach eftir 54 holur síðan 1990. Dustin Johnson og Michael Allen eru næstir á eftir á sjö höggum undir pari. Phil Mickelson er ríkjandi meistari en komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær er hann lék fjórtándu holuna í gær á ellefu höggum. Hann var í ágætum málum fyrir holuna en kláraði svo á 78 höggum sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn, sem fyrr segir. Greg Norman komst ekki heldur í gegnum niðurskurðinn en hann lék á 79 höggum í gær og var tíu höggum frá niðurskurðinum. Hann lék á sínu fyrsta PGA-móti í átján mánuði um helgina.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira