Pólitísk endurvinnsla 12. febrúar 2008 10:40 Hvernig fer maður að því að endurvinna tapað traust? Í sem skemmstu máli tekur það langan tíma. Í tilviki Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar; of langan. Árið mun ekki duga honum. Það er morgunljóst Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðiusflokksins, sagði í viðtali við mig fyrir margt löngu að stjórnmálamenn þrifust aðeins á einu; trausti. Það var rétt hjá honum. Og það er og verður rétt hjá honum. Davíð sagði þetta um það leyti sem hann hvatti félaga Árna Johnsen til að segja af sér þingmennsku eftir stórfelldar ávirðingar um pólitíska spillingu og fingralengd. En hver er þá glæpur Vilhjálms? Stal hann einhverju? Jú, talsverðu trúverðugleika flokksins. Og sjálfs sín sem oddvita. Það ku heita pólitískur glæpur ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Hvernig fer maður að því að endurvinna tapað traust? Í sem skemmstu máli tekur það langan tíma. Í tilviki Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar; of langan. Árið mun ekki duga honum. Það er morgunljóst Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðiusflokksins, sagði í viðtali við mig fyrir margt löngu að stjórnmálamenn þrifust aðeins á einu; trausti. Það var rétt hjá honum. Og það er og verður rétt hjá honum. Davíð sagði þetta um það leyti sem hann hvatti félaga Árna Johnsen til að segja af sér þingmennsku eftir stórfelldar ávirðingar um pólitíska spillingu og fingralengd. En hver er þá glæpur Vilhjálms? Stal hann einhverju? Jú, talsverðu trúverðugleika flokksins. Og sjálfs sín sem oddvita. Það ku heita pólitískur glæpur ... -SER.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun