Völd og þagnir 13. febrúar 2008 11:25 Það er ekkert nýtt að valdsmenn láti ekki ná í sig, hvorki í síma né pósti. Sjálfstæðismenn í krísu líðandi stundar eru ekkert einsdæmi í þessu efni. Við sem erum eldri en tvævetur í fjölmiðlum þekkjum þetta frá síðustu áratugum. Það er grundvallarmunur á aðgengi að stjórnmálamönnum eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Í reynd er það náttúra stjórnmálamanna að skipta um ham í þessum efnum. Þeir bera sig með ólíkum hætti upp við fjölmiðla eftir því hvoru megin valdsins þeir lenda eftir kosningar (eða stjórnarslit). Þeir eru vinir fjölmiðla í stjórnarandstöðu - á köflum smeðjulegir og slúðurgjarnir. En svo eru fjölmiðlar allt í einu orðnir fyrir þeim þegar kemur að völdunum. Þetta getur verið broslegt. Og hallærislega pínlegt. Gamli Tjarnarkvarterttinn var ekki fyrr sestur að skammlífum völdum að hann hætti að hafa samband við fjölmiðla að fyrra bragði og tók aðeins við skilaboðum. Vikur og mánuðir (þó ekki margir, eðlilega) gátu liðið þangað til leiðtogar kvartettsins gáfu færi á sér í pólitísk viðtöl - og sumir þorðu aldrei - og báru náttúrlega við tímaskorti. Þessi sami kvartett var ekki fyrr kominn í stjórnarandstöðu að hann byrjaði að vingast á ný við fjölmiðlamenn og ausa í þá upplýsingum um aumingaskap nýrra valdhafa. Og var meira en lítið til í viðtöl, löng sem stutt. Sjálfstæðismenn hafa á síðustu dögum verið gagnrýndir fyrir að þegja. En þær eru víða þagnirnar ... ... og fara eftir völdum ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Það er ekkert nýtt að valdsmenn láti ekki ná í sig, hvorki í síma né pósti. Sjálfstæðismenn í krísu líðandi stundar eru ekkert einsdæmi í þessu efni. Við sem erum eldri en tvævetur í fjölmiðlum þekkjum þetta frá síðustu áratugum. Það er grundvallarmunur á aðgengi að stjórnmálamönnum eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Í reynd er það náttúra stjórnmálamanna að skipta um ham í þessum efnum. Þeir bera sig með ólíkum hætti upp við fjölmiðla eftir því hvoru megin valdsins þeir lenda eftir kosningar (eða stjórnarslit). Þeir eru vinir fjölmiðla í stjórnarandstöðu - á köflum smeðjulegir og slúðurgjarnir. En svo eru fjölmiðlar allt í einu orðnir fyrir þeim þegar kemur að völdunum. Þetta getur verið broslegt. Og hallærislega pínlegt. Gamli Tjarnarkvarterttinn var ekki fyrr sestur að skammlífum völdum að hann hætti að hafa samband við fjölmiðla að fyrra bragði og tók aðeins við skilaboðum. Vikur og mánuðir (þó ekki margir, eðlilega) gátu liðið þangað til leiðtogar kvartettsins gáfu færi á sér í pólitísk viðtöl - og sumir þorðu aldrei - og báru náttúrlega við tímaskorti. Þessi sami kvartett var ekki fyrr kominn í stjórnarandstöðu að hann byrjaði að vingast á ný við fjölmiðlamenn og ausa í þá upplýsingum um aumingaskap nýrra valdhafa. Og var meira en lítið til í viðtöl, löng sem stutt. Sjálfstæðismenn hafa á síðustu dögum verið gagnrýndir fyrir að þegja. En þær eru víða þagnirnar ... ... og fara eftir völdum ... -SER.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun