Golf

Aguilar vann eftir mikla spennu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Felipe Aguilar með verðlaunagripinn fyrir sigur á opna indónesíska mótinu.
Felipe Aguilar með verðlaunagripinn fyrir sigur á opna indónesíska mótinu.

Felipe Aguilar frá Chile bar sigur úr býtum á opna indónesíska meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Hann lék lokahringinn á 68 höggum eða tveimur höggum undir pari.

Gríðarleg spenna var undir lokin og allt virtist stefna í bráðabana milli Aguilar og Jeev Milkha Singh frá Indlandi. Singh fékk hinsvegar skolla á lokaholunni og Aguilar hrósaði því sigri.

Aguilar lauk keppni á samtals 18 höggum undir pari.

Í þriðja sæti höfnuðu Prom Meesawat frá Tælandi og James Kamte frá Suður-Afríku en þeir voru tveimur höggum á eftir Aguilar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×