Erlent

Amma Madeleine segir fjölskylduna þjást

Susan Healey segir fjölskylduna þjást.
Susan Healey segir fjölskylduna þjást. MYND/AFP
Susan Healey amma Madeleine McCann segir að kvöl fjölskyldunnar líkist því að hún sé „krossfest" á hverjum degi. Healey, móðir Kate McCann, biður fólk að hætta að gagnrýna fjölskyldu sína og lýsir yfir árás á fjölmiðla. „Þetta er eins og að vera krossfestur dag eftir dag. Ég las þvílíka hluti um að Kate gréti ekki nóg, eða hvað það nú var," sagði hún í viðtali við Sky fréttastofuna.

„Kate og Gerry vita að þau gerðu mistök og hefðu ekki átt að skilja börnin eftir ein, þau vita það, en þau verðskulda svo sannarlega ekki það sem kom fyrir," sagði Healey og bætti við að ef portúgalska lögreglan gæti ekki komist að því hvar stúlkan væri, þyrftu þau að gera það.

Healey ítrekaði þörf fjölskyldunnar fyrir því að vita hvað kom fyrir Madeleine 3. maí síðastliðinn þegar hún hvarf úr sumarleyfisíbúð á Praia da Luz í Portúgal.

Kate og Gerry eru enn grunuð í málinu í Portúgal, þrátt fyrir að portúgalska lögreglan hafi í síðustu viku sagt að handtaka þeirra hafi verið gerð í fljótræði.

Og Healey segist ekki hafa trú á portúgölum; „Við munum halda áfram að berjast fyrir réttlætinu. Þetta er fáránleg staða. Ef þeir halda að við ætlum að sitja aðgerðarlaus og ekki berjast gegn því að þau eru grunuð í málinu, þá munum við berjast fyrir því að því verði breytt," sagði hún ennfremur.

Hún þakkaði almenningi fyrir stuðning en lýsti bresku pressunni með fyrirlitningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×