ÍTR ætlar að standa við gefin loforð 19. febrúar 2008 22:42 Íþrótta- og Tómstundaráð Reykjavíkur ætlar að standa við gefin loforð um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni. Þetta segir í greinargerð frá Bolla Thoroddsen formanni ÍTR í kvöld, þar sem hann svarar áliti Dags B. Eggertssonar sem fram kom hér á Vísi síðdegis í dag. Dagur sagði að mikið vantaði upp á að Sjálfstæðisflokkurinn gæti efnt loforð sín um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni og lét í veðri vaka að nokkur af íþróttafélögunum í borginni ættu von á litlum fjárframlögum á næstu árum. Vísir leitaði viðbragða formanns ÍTR í kvöld og hann vísar ummælum dags á bug. Hann segir meirihluta ÍTR ætla að standa við þau áform sem gefin hafi verið út um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, en segir að betur eigi eftir að fara yfir þau mál með félögunum í borginni og bendir á að ábyrg fjármálastjórn sé lykilatriði í stefnu meirihlutans. Hér fyrir neðan má lesa svar Bolla í heild sinni: Í tilefni af yfirlýsingum Dags B. Eggertssonar í fjölmiðlum um framtíðaráform Íþrótta og tómstundaráðs um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, þar sem segir að "engar áætlanir séu uppi um að verja fjármunum til uppbyggingar á framtíðarsvæði Fram í Úlfarsfelli, auk þess sem framkvæmdir á vegum ÍR, KR og Fylkis séu í uppnámi", vill formaður ÍTR, Bolli Thoroddsen koma eftirfarandi á framfæri um leið og hann þakkar Degi fyrir að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki: Í áhersluatriðum og forgangsröðun fulltrúa F-listans og Sjálfstæðisflokks í málefnum Íþrótta- og tómstundaráðs sem kynnt var á fundi ráðsins 8. febrúar sl. segir m.a: "Ljúka vinnu og gerð samninga um uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá ÍR, Fram, Fylki, Fjölni, Þrótti og KR". Meirihluti Íþrótta- og tómstundaráðs mun standa við þau áform sem gefin hafa verið um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, en telur nauðsynlegt að fara yfir þau mál, vel og vandlega með félögunum með tilliti til forgangsröðunar og á hvern hátt skuli staðið að þeirri miklu uppbyggingu sem óskað hefur verið eftir. Auk þess sem ábyrg fjármálastjórn er lykilatriði í stefnu núverandi meirihluta og miða þarf útgjöld borgarinnar við áætlaðar framtíðartekjur. Vinna við skipulagsmál á svæðum félaga er nú í fullum gangi, sem sjá má m.a. í fundargerð síðasta fundar Skipulagsráðs 13. febrúar 2008: En þar er tekið fyrir íþróttahús ÍR í S-Mjódd, íþróttahús og vellir Fram í Úlfarsárdal og fimleikahús, vellir og stúka fyrir Fylki. Í farvegi eru einnig breytingar á vallarmálum Þróttar í Laugardal og uppbygging hjá Fjölni við Dalhús og á Gufunesi. Þá eru að hefjast viðræður við KR um þeirra mál. Ekki liggur fyrir endanlega með hvaða hætti skipulag þessara svæða verður og ekki liggur heldur fyrir endanlega með hvaða hætti þessi mannvirki verða byggð, hvort þau verða byggð á vegum borgarinnar, á vegum félaganna með samningum við borgina eða með öðrum hætti. Nú verður af hálfu ÍTR, Skipulagssviðs og Eignasjóðs Reykjavíkur farið í viðræður við þessi félög um skipulagsmál, hönnun mannvirkja, framkvæmdaröðun, fjármögnun og aðra þætti sem m.a gætu snúið að samnýtingu mannvirkja eins og t.d knattspyrnuvalla með stúku, sem nauðsynlegar eru til að uppfylla kröfur KSÍ. Innlendar Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Sjá meira
Íþrótta- og Tómstundaráð Reykjavíkur ætlar að standa við gefin loforð um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni. Þetta segir í greinargerð frá Bolla Thoroddsen formanni ÍTR í kvöld, þar sem hann svarar áliti Dags B. Eggertssonar sem fram kom hér á Vísi síðdegis í dag. Dagur sagði að mikið vantaði upp á að Sjálfstæðisflokkurinn gæti efnt loforð sín um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni og lét í veðri vaka að nokkur af íþróttafélögunum í borginni ættu von á litlum fjárframlögum á næstu árum. Vísir leitaði viðbragða formanns ÍTR í kvöld og hann vísar ummælum dags á bug. Hann segir meirihluta ÍTR ætla að standa við þau áform sem gefin hafi verið út um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, en segir að betur eigi eftir að fara yfir þau mál með félögunum í borginni og bendir á að ábyrg fjármálastjórn sé lykilatriði í stefnu meirihlutans. Hér fyrir neðan má lesa svar Bolla í heild sinni: Í tilefni af yfirlýsingum Dags B. Eggertssonar í fjölmiðlum um framtíðaráform Íþrótta og tómstundaráðs um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, þar sem segir að "engar áætlanir séu uppi um að verja fjármunum til uppbyggingar á framtíðarsvæði Fram í Úlfarsfelli, auk þess sem framkvæmdir á vegum ÍR, KR og Fylkis séu í uppnámi", vill formaður ÍTR, Bolli Thoroddsen koma eftirfarandi á framfæri um leið og hann þakkar Degi fyrir að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki: Í áhersluatriðum og forgangsröðun fulltrúa F-listans og Sjálfstæðisflokks í málefnum Íþrótta- og tómstundaráðs sem kynnt var á fundi ráðsins 8. febrúar sl. segir m.a: "Ljúka vinnu og gerð samninga um uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá ÍR, Fram, Fylki, Fjölni, Þrótti og KR". Meirihluti Íþrótta- og tómstundaráðs mun standa við þau áform sem gefin hafa verið um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, en telur nauðsynlegt að fara yfir þau mál, vel og vandlega með félögunum með tilliti til forgangsröðunar og á hvern hátt skuli staðið að þeirri miklu uppbyggingu sem óskað hefur verið eftir. Auk þess sem ábyrg fjármálastjórn er lykilatriði í stefnu núverandi meirihluta og miða þarf útgjöld borgarinnar við áætlaðar framtíðartekjur. Vinna við skipulagsmál á svæðum félaga er nú í fullum gangi, sem sjá má m.a. í fundargerð síðasta fundar Skipulagsráðs 13. febrúar 2008: En þar er tekið fyrir íþróttahús ÍR í S-Mjódd, íþróttahús og vellir Fram í Úlfarsárdal og fimleikahús, vellir og stúka fyrir Fylki. Í farvegi eru einnig breytingar á vallarmálum Þróttar í Laugardal og uppbygging hjá Fjölni við Dalhús og á Gufunesi. Þá eru að hefjast viðræður við KR um þeirra mál. Ekki liggur fyrir endanlega með hvaða hætti skipulag þessara svæða verður og ekki liggur heldur fyrir endanlega með hvaða hætti þessi mannvirki verða byggð, hvort þau verða byggð á vegum borgarinnar, á vegum félaganna með samningum við borgina eða með öðrum hætti. Nú verður af hálfu ÍTR, Skipulagssviðs og Eignasjóðs Reykjavíkur farið í viðræður við þessi félög um skipulagsmál, hönnun mannvirkja, framkvæmdaröðun, fjármögnun og aðra þætti sem m.a gætu snúið að samnýtingu mannvirkja eins og t.d knattspyrnuvalla með stúku, sem nauðsynlegar eru til að uppfylla kröfur KSÍ.
Innlendar Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Sjá meira