Erlent

Hvatt til morða á Dönum í sjónvarpsþætti fyrir börn

Óli Tynes skrifar
Skjámynd úr barnaþættinum. "Ef þeir gera þetta aftur þá drepum við þá, ekki rétt Saraa?  -Ef Guð lofar.
Skjámynd úr barnaþættinum. "Ef þeir gera þetta aftur þá drepum við þá, ekki rétt Saraa? -Ef Guð lofar.

Hvatt er til morða á Dönum og viðskiptabanni á Danmörku, í vinsælum sjónvarpsþætti fyrir börn á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna. Ástæðan er endurbirting danskra blaða á múhameðsteikningunum.

Stjórnendur þáttarins eru stúlkan Sara og kanínan Assud. Oft á tíðum hringja áhorfendur í þáttinn og spjalla við þau um landsins gagn og nauðsynjar.

Múhameðsteikningarnar bar á góma um síðustu helgi. Hér fylgir stuttur útdráttur af því sem sagt var.

SARAA: Hvað viltu segja við teiknarann sem olli þessu öllu þegar hann vanvirti spámanninn með því að teikna hann.

ASSUD: Hann er glæpamaður.

SARAA: Já, glæpamaður.

ÁHORFANDI Í SÍMA: Ég segi við hann og þá alla; Þótt þið reynið með öllum ráðum að fela hann, munum við finna hann og drepa hann.

ASSUD: Verði Guðs vilji.

SARAA: Ég bið til Allah að jörðin gleypi hann, svo dauði hans geti orðið öðrum viðvörun.

Á einum staði í þættinum segir Assud; Ef þeir gera þetta aftur Saraa þá drepum við þá. Ekki satt ?

Og Saraa svarar; Ef Guð lofar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×