Enginn getur ógnað Tiger Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2008 17:50 Adam Scott. Adam Scott segir að það sé ómögulegt að ætla að jafna eða jafnvel bæta árangur Tiger Woods á golfvellinum. Johnnie Walker Classic-mótið hefst á Indlandi í nótt en Scott hefur áður fagnað sigri á mótinu. Tiger vann þetta mót tvívegis á sínum tíma en hann er ekki meðal keppenda að þessu sinni. Fyrrum þjálfari Woods, Butch Harmon, segir að Scott sé fær um að geta veitt Woods verðuga samkeppni í framtíðinni. Scott er 27 ára gamall og fáeinum árum yngri en Woods. Harmon hefur líka þjálfað Scott. „Ég get ekki séð að einhver geti veitt honum stöðuga samkeppni, viku á eftir viku. Hann er hreinlega í öðrum gæðaflokki." Woods vann sigur í heimsmeistaramótinu í holukeppni í Arizona um síðustu helgi og ræddi eftir mótið þann möguleika að fara taplaus í gegnum tímabilið. Þetta var sjötti sigur hans í röð. Scott hefur unnið sex mót á Evrópumótaröðinni í golfi og verður besti kylfingur mótsins í Indlandi samkvæmt styrkleikalista Alþjóða golfsambandsins. Scott vann nú síðast mót í Doha í Katar þar sem hann lék á 61 höggi á lokadeginum. En aðeins Woods, Nick Faldo og Ernie Els hafa unnið mótið tvisvar á Johnnie Walker Classic-mótinu. Meðal keppenda á mótinu í Indlandi verða þeir Vijay Singh, Miguel Angel Jimenez, Colin Montgomerie og Anton Haig, sem á titil að verja. Af heimamönnum þykja þeir Jeev Mikha Singh og Shivshankar Chowrasia sigurstranglegastir. Sá síðarnefndi vann sigur á opna indverska meistaramótinu fyrr í mánuðinum. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki meðal keppenda á mótinu. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Adam Scott segir að það sé ómögulegt að ætla að jafna eða jafnvel bæta árangur Tiger Woods á golfvellinum. Johnnie Walker Classic-mótið hefst á Indlandi í nótt en Scott hefur áður fagnað sigri á mótinu. Tiger vann þetta mót tvívegis á sínum tíma en hann er ekki meðal keppenda að þessu sinni. Fyrrum þjálfari Woods, Butch Harmon, segir að Scott sé fær um að geta veitt Woods verðuga samkeppni í framtíðinni. Scott er 27 ára gamall og fáeinum árum yngri en Woods. Harmon hefur líka þjálfað Scott. „Ég get ekki séð að einhver geti veitt honum stöðuga samkeppni, viku á eftir viku. Hann er hreinlega í öðrum gæðaflokki." Woods vann sigur í heimsmeistaramótinu í holukeppni í Arizona um síðustu helgi og ræddi eftir mótið þann möguleika að fara taplaus í gegnum tímabilið. Þetta var sjötti sigur hans í röð. Scott hefur unnið sex mót á Evrópumótaröðinni í golfi og verður besti kylfingur mótsins í Indlandi samkvæmt styrkleikalista Alþjóða golfsambandsins. Scott vann nú síðast mót í Doha í Katar þar sem hann lék á 61 höggi á lokadeginum. En aðeins Woods, Nick Faldo og Ernie Els hafa unnið mótið tvisvar á Johnnie Walker Classic-mótinu. Meðal keppenda á mótinu í Indlandi verða þeir Vijay Singh, Miguel Angel Jimenez, Colin Montgomerie og Anton Haig, sem á titil að verja. Af heimamönnum þykja þeir Jeev Mikha Singh og Shivshankar Chowrasia sigurstranglegastir. Sá síðarnefndi vann sigur á opna indverska meistaramótinu fyrr í mánuðinum. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki meðal keppenda á mótinu.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira