Alonso: Hamilton getur orðið heimsmeistari 28. febrúar 2008 10:23 Nordic Photos / Getty Images Fernando Alonso telur fyrrum félaga sinn Lewis Hamilton hjá McLaren eiga ágætar líkur á því að standa uppi sem heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 á næsta tímabili. Grunnt var á því góða milli Alonso og Hamilton þegar þeir voru liðsfélagar hjá McLaren á síðasta tímabili og svo fór á endanum að Kimi Raikkönen skaut þeim ref fyrir rass og sigraði. "Þetta verður allt mikið auðveldara fyrir Hamilton á þessu ári af því hann er reynslunni ríkari. Hann þekkir orðið allar brautirnar og hvernig keppni á hverjum stað gengur fyrir sig," sagði Alonso í samtali við BBC og var því næst spurður hvort hann teldi hinn 23 ára gamla Hamilton eiga möguleika á titlinum. "Mögulega - já," sagði Spánverjinn. Hann telur þó að ekki megi gleyma heimsmeistaranum frá Finnlandi. "Ferrari og McLaren verða í kjörstöðu tila ð berjast um titilinn en ef ég á að nefna einn mann, þá held ég að það sé Kimi. Hann er meistarinn og maðurinn sem allir miða sig við núna." Formúla Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fernando Alonso telur fyrrum félaga sinn Lewis Hamilton hjá McLaren eiga ágætar líkur á því að standa uppi sem heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 á næsta tímabili. Grunnt var á því góða milli Alonso og Hamilton þegar þeir voru liðsfélagar hjá McLaren á síðasta tímabili og svo fór á endanum að Kimi Raikkönen skaut þeim ref fyrir rass og sigraði. "Þetta verður allt mikið auðveldara fyrir Hamilton á þessu ári af því hann er reynslunni ríkari. Hann þekkir orðið allar brautirnar og hvernig keppni á hverjum stað gengur fyrir sig," sagði Alonso í samtali við BBC og var því næst spurður hvort hann teldi hinn 23 ára gamla Hamilton eiga möguleika á titlinum. "Mögulega - já," sagði Spánverjinn. Hann telur þó að ekki megi gleyma heimsmeistaranum frá Finnlandi. "Ferrari og McLaren verða í kjörstöðu tila ð berjast um titilinn en ef ég á að nefna einn mann, þá held ég að það sé Kimi. Hann er meistarinn og maðurinn sem allir miða sig við núna."
Formúla Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira