Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie mátti bíta í það súra epli að komast ekki í gegn um niðurskurðinn á Johnnie Walker mótinu sem fram fer á Indlandi. Sömu sögu er að segja af Ian Poulter sem náði ekki niðurskurði þrátt fyrir að hafa bætt sig á öðrum hringnum.
Montgomery lék á fjórum höggum yfir pari í dag og tveimur yfir í gær og er því á meðal neðstu manna á mótinu. Poulter var líka á tveimur yfir í gær en komst ekki í gegn um niðurskurð þrátt fyrir að leika á fjórum undir pari í dag.
Heimamaðurinn Shiv Kapur og Ástralinn Uhno Park eru í forystu á mótinu á 10 höggum undir pari. Kapur lék á 65 höggum í dag og Park fylgdi eftir 65 högga hring í gær með því að leika á 66 höggum í dag.