Erlent

Rændu vitlausan bar

Óli Tynes skrifar
Ræningjarnir reyndu í örvæntingu að flýja.
Ræningjarnir reyndu í örvæntingu að flýja.

Tveir ástralskir ræningjar munu líklega í framtíðinni kanna betur þá staði sem þeir ætla að ræna. Það er að segja þegar þeir sleppa út af sjúkrahúsinu og svo út úr fangelsinu.

Vopnaðir sveðjum og með lambhúshettur á höfðinu ruddust þeir inn á Regents Cross sportbarinn í Sydney. Þeir öskruðu, veifuðu sveðjunum og heimtuðu peningana.

Þeir höfðu svo hátt að öskrin í þeim heyrðust inn í hliðarherbergi. Þar sem fimmtíu manna mótorhjólagengi sat á ársfundi sínum.

Enda var þetta hverfisbarinn þeirra. Annar ræningjanna var heppinn. Hann stökk fram af svölum á annarri hæð og fótbrotnaði.

Mótorhjólagengið náði hinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×