Rafmagnsbyssur sagðar bjarga mannslífum Óli Tynes skrifar 2. mars 2008 17:19 Árásarmaður með hníf felldur með rafbyssu. Rafmagnsbyssurnar eru umdeildar og til dæmis eru samtökin Amnesty international á móti þeim. Fjölmargar fréttir hafa verið sagðar af því að menn hafi látist eftir að hafa fengið í sig skot úr rafbyssum. Lögreglumenn segja á móti að rannsóknir á þessum dauðsföllum hafi nær undantekningalaust leitt í ljós að byssurnar hafi ekki valdið þeim, heldur ofneysla eiturlyfja eða aðrir þættir. Engin 50 þúsund volt Það er útbreiddur misskilningur að rafbyssurnar veiti 50 þúsund volta stuð. Þær framleiða að vísu 50 þúsund volta straum. En stuðið sem þær veita þegar þeim er skotið í fólk er mælt í amperum. Og byssurnar veita ekki ekki nema 0.0021 ampera stuð. Venjuleg rafmagnsinnstunga á heimili er 13 amper. Skot úr byssunum hafa engin áhrif á hjartagangráða sem þola 800 sinnum meiri truflun. Lögreglan segir að mönnum sé margfallt minni hætta á meiðslum ef þeir eru yfirbugaðir með rafbyssum í stað þess að vera beittir lögreglutökum eða kylfum, hvað þá venjulegum skotvopnum. Þeir sem ráðast á lögreglumenn eða veita þeim mótspyrnu eru oftast í mikilli geðshræringu sem gefur þeim mjög aukið afl. Það getur því verið erfitt að yfirbuga þá nema beita mikilli hörku og ofbeldi. Með rafbyssu eru þeir gerðir óvirkir á sekúndubroti. Bjargað mörgum mannslífum Kanadiska lögreglan gengur svo langt að segja að rafmagnsbyssur hafi bjargað 4000 mannslífum síðan byrjað var að nota þær árið 1999. Lögreglan í Queensland í Ástralíu segir að byssurnar hafi mikinn fælingarmátt. Oft sé nóg að ógna með þeim. Árásum á lögregluþjóna í vestur Ástralíu þar sem rafbyssur eru notaðar hafi fækkað um 40 prósent. Miklar rannsóknir Breska lögreglan hefur rafmagnsbyssur. Þær voru teknar í notkun eftir prófanir og rannsóknir sem eru sagðar þær umfanagsmestu sem nokkrusinni hafi verið gerðar á valdbeitingartæki. Gagnrýnendur þessara vopna segja hættu á að lögreglumenn misnoti þau. Í nýjustu byssunum eru bæði kvikmyndavélar og hljóðupptökutæki sem skrá niður nákvæmlega hvernig hún er notuð. Erlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Rafmagnsbyssurnar eru umdeildar og til dæmis eru samtökin Amnesty international á móti þeim. Fjölmargar fréttir hafa verið sagðar af því að menn hafi látist eftir að hafa fengið í sig skot úr rafbyssum. Lögreglumenn segja á móti að rannsóknir á þessum dauðsföllum hafi nær undantekningalaust leitt í ljós að byssurnar hafi ekki valdið þeim, heldur ofneysla eiturlyfja eða aðrir þættir. Engin 50 þúsund volt Það er útbreiddur misskilningur að rafbyssurnar veiti 50 þúsund volta stuð. Þær framleiða að vísu 50 þúsund volta straum. En stuðið sem þær veita þegar þeim er skotið í fólk er mælt í amperum. Og byssurnar veita ekki ekki nema 0.0021 ampera stuð. Venjuleg rafmagnsinnstunga á heimili er 13 amper. Skot úr byssunum hafa engin áhrif á hjartagangráða sem þola 800 sinnum meiri truflun. Lögreglan segir að mönnum sé margfallt minni hætta á meiðslum ef þeir eru yfirbugaðir með rafbyssum í stað þess að vera beittir lögreglutökum eða kylfum, hvað þá venjulegum skotvopnum. Þeir sem ráðast á lögreglumenn eða veita þeim mótspyrnu eru oftast í mikilli geðshræringu sem gefur þeim mjög aukið afl. Það getur því verið erfitt að yfirbuga þá nema beita mikilli hörku og ofbeldi. Með rafbyssu eru þeir gerðir óvirkir á sekúndubroti. Bjargað mörgum mannslífum Kanadiska lögreglan gengur svo langt að segja að rafmagnsbyssur hafi bjargað 4000 mannslífum síðan byrjað var að nota þær árið 1999. Lögreglan í Queensland í Ástralíu segir að byssurnar hafi mikinn fælingarmátt. Oft sé nóg að ógna með þeim. Árásum á lögregluþjóna í vestur Ástralíu þar sem rafbyssur eru notaðar hafi fækkað um 40 prósent. Miklar rannsóknir Breska lögreglan hefur rafmagnsbyssur. Þær voru teknar í notkun eftir prófanir og rannsóknir sem eru sagðar þær umfanagsmestu sem nokkrusinni hafi verið gerðar á valdbeitingartæki. Gagnrýnendur þessara vopna segja hættu á að lögreglumenn misnoti þau. Í nýjustu byssunum eru bæði kvikmyndavélar og hljóðupptökutæki sem skrá niður nákvæmlega hvernig hún er notuð.
Erlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“