Erlent

Medvedev hrósar stórsigri í Rússlandi

Óli Tynes skrifar

Frambjóðandi Vladimirs Putins til forsetaembættis í Rússlandi hefur unnið stórsigur, samkvæmt útgönguspám sem bárust klukkan sex. Samkvæmt þeim fær Dmitry Medvedev tæplega sjötíu prósent atkvæða. Næsti frambjóðandi á eftir fær rétt rúm sautján prósent.

Gengið er út frá því sem vísu að Vladimir Putin haldi áfram að stjórna landinu á bakvið tjöldin. Maður á sjötugsaldri sem Reuters fréttastofan ræddi við sagði að hann hefði kosið Medvedev vegna þess að hann væri ungur og gáfaður og myndi vinna vel með Putin.

Medvedev háð ekki neina formlega kosningabaráttu. Hann hefur notið þess að miðstýrðir fjölmiðlarnir hampa honum mjög.

Hann hefur kosið að ferðast um landið og skoða nýbyggingar og framkvæmdir, með herskara rússneskra fjölmiðlamanna á hælum sér. Hann hefur neitað að koma fram í kappræðuþáttum með mótframbjóðendum sínum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×