Tónlist

Sígild og samtímatónlist - Tónverk

Hugi Guðmundsson er tilnefndur fyrir besta tónverkið.
Hugi Guðmundsson er tilnefndur fyrir besta tónverkið.
Hlynur Aðils Vilmarsson: Akihabara fyrir sinfóníuhljómsveitFrumlegt og sterkt verk. Rætur tónskáldsins í ólíkum tónlistargeirum styrkja tónmálið þannig að úr verður afar sannfærandi og grípandi tónsmíð með miklum andstæðum og ríkulegum blæbrigðum. Hlynur Aðils er spennandi tónskáld, með persónulega rödd.





Hugi Guðmundsson: Apochrypha fyrir barokkhljóðfæri, slagverk, mezzósópran og gagnvirk rafhljóðHljóðfærasamsetningin er frumleg og tekst Huga einkar vel að spinna úr þessum hljóðheimi afar sterkt og áhrifamikið tónverk. Samspil hins gamla og nýja er seiðandi og persónulegt tónmál og tónhugsun Huga nýtur sín til fullnustu.

Sveinn Lúðvík Björnsson: Og í augunum blik minninga fyrir strengjakvartettAfar fínlegt og spennandi tónverk eins og Sveins Lúðvíks er von og visa. Tónhugsun Sveins Lúðvíks og tónmál er persónulegt og hefur verið afar áhugavert að fylgjast með þróun hans sem tónskáld á undanförnum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.