Bryant með forystu á PODS-mótinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2008 10:13 John Daly lét ekki rigninguna á sig fá í gær. Nordic Photos / Getty Images Bandaríkjamaðurinn Bart Bryant er með forystu á PODS-meistaramótinu í Flórída en fyrsta keppnisdegi lauk snemma í nótt vegna rigningar. Ekki náðu allir kylfingar að ljúka keppni en Bryant slapp fyrir horn og fékk meira að segja tvo fugla á síðustu tveimur holunum. Alls lék hann á 65 höggum eða sex undir pari. Fjórir kylfingar léku holurnar átján á fimm höggum undir pari en Lee Janzen lék fimmtán holur á fimm undir pari og á því ágætar líkur á því að jafna eða bæta árangur Bryant. Einna best lék Nicholas Thompson í gær áður en hætta þurfti keppni en hann var á fjórum höggum undir pari eftir níu holur. Stuart Appleby var á fjórum undir eftir ellefu holur og John Senden á ellefu undir eftir fjórtán holur. Ernie Els náði að klára ellefu holur og var á pari þegar keppni var hætt. Hann vann sitt fyrsta mót í 48 síðustu tilraunum sínum um síðustu helgi er hann vann Honda Classic-mótið. Keppni hefst á nýjan leik í kvöld. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bart Bryant er með forystu á PODS-meistaramótinu í Flórída en fyrsta keppnisdegi lauk snemma í nótt vegna rigningar. Ekki náðu allir kylfingar að ljúka keppni en Bryant slapp fyrir horn og fékk meira að segja tvo fugla á síðustu tveimur holunum. Alls lék hann á 65 höggum eða sex undir pari. Fjórir kylfingar léku holurnar átján á fimm höggum undir pari en Lee Janzen lék fimmtán holur á fimm undir pari og á því ágætar líkur á því að jafna eða bæta árangur Bryant. Einna best lék Nicholas Thompson í gær áður en hætta þurfti keppni en hann var á fjórum höggum undir pari eftir níu holur. Stuart Appleby var á fjórum undir eftir ellefu holur og John Senden á ellefu undir eftir fjórtán holur. Ernie Els náði að klára ellefu holur og var á pari þegar keppni var hætt. Hann vann sitt fyrsta mót í 48 síðustu tilraunum sínum um síðustu helgi er hann vann Honda Classic-mótið. Keppni hefst á nýjan leik í kvöld.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira