Lag ársins 7. mars 2008 11:18 Allt fyrir ástina - Páll Óskar Þrumandi danstónlist, fín melódía og grípandi viðlag með vel saman settum texta, m.a. með tilvitnunum í Sofðu unga ástin mín og kærleiksboðskap Páls postula. Flutningur er glæsilegur og undirstrikast af frábærum söng Páls Óskars. Lag sem heillaði fólk á ýmsum aldri árið 2007. Eitt mest spilaða lag ársins í útvarpi. Englar & dárar - Ólöf Arnalds Hér tvinnast saman í texta og tónum fortíð og nútíð í gegnum einstakan flutning Ólafar, bæði söng og hljóðfæraleik, og útkoman er bæði frumleg og alþýðleg. Lagið er skemmtilegt og grípandi, textinn fellur við það eins og flís við rass, bæði alvarlegur og fyndinn, forn og nútímalegur í senn: ,,Miðri Ártúnsbrekku í/erum stödd í Brasilí...Læriló og ríngalíng"; Englar og dárar bæði fanga fegurðarskynið og kitla skopskynið. Goodbye July/Margt að ugga Hjaltalín Hljómsveitin Hjaltalín vakti verðskuldaða athygli með þessu sérstæða lagi snemma árs 2007. Þetta er ein djarflegasta og óhefðbundnasta tónsmíð sem hljómað hefur í vinsældaspilun í seinni tíð. Eins og nafnið gefur til kynna tvinnast saman ólík stef, grípandi taktur og hressilegt viðlag á ensku um hana Elaine sem hverfist svo skyndilega yfir í tregafulla strengi og flutning á íslenskri þjóðvísu. Verðbólgin augu - Ný dönsk Björn Jörundur sannar einu sinni enn að hann er meðal okkar langbestu laga- og textahöfunda og hér fangar hann núið á kaldhæðinn hátt mitt í evru-umræðunni. Lagið er grípandi og flutningurinn frábær. Hvað sem verður um blessaða krónuna þá yrðu Verðbólgin augu henni verðugur minnisvarði. Verum í sambandi - Sprengjuhöllin Með þessu fallega og skemmtilega lagi, sem margan hefur snert djúpt, söng Sprengjuhöllin sig að innstu hjartarótum þjóðarinnar. Snorri Helgason fer fyrir Sprengjuhöllinni í þessum angurværa texta sínum, um sár sambandsslit, sem fólk hefur tekið undir með af mikilli innlifun. Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Allt fyrir ástina - Páll Óskar Þrumandi danstónlist, fín melódía og grípandi viðlag með vel saman settum texta, m.a. með tilvitnunum í Sofðu unga ástin mín og kærleiksboðskap Páls postula. Flutningur er glæsilegur og undirstrikast af frábærum söng Páls Óskars. Lag sem heillaði fólk á ýmsum aldri árið 2007. Eitt mest spilaða lag ársins í útvarpi. Englar & dárar - Ólöf Arnalds Hér tvinnast saman í texta og tónum fortíð og nútíð í gegnum einstakan flutning Ólafar, bæði söng og hljóðfæraleik, og útkoman er bæði frumleg og alþýðleg. Lagið er skemmtilegt og grípandi, textinn fellur við það eins og flís við rass, bæði alvarlegur og fyndinn, forn og nútímalegur í senn: ,,Miðri Ártúnsbrekku í/erum stödd í Brasilí...Læriló og ríngalíng"; Englar og dárar bæði fanga fegurðarskynið og kitla skopskynið. Goodbye July/Margt að ugga Hjaltalín Hljómsveitin Hjaltalín vakti verðskuldaða athygli með þessu sérstæða lagi snemma árs 2007. Þetta er ein djarflegasta og óhefðbundnasta tónsmíð sem hljómað hefur í vinsældaspilun í seinni tíð. Eins og nafnið gefur til kynna tvinnast saman ólík stef, grípandi taktur og hressilegt viðlag á ensku um hana Elaine sem hverfist svo skyndilega yfir í tregafulla strengi og flutning á íslenskri þjóðvísu. Verðbólgin augu - Ný dönsk Björn Jörundur sannar einu sinni enn að hann er meðal okkar langbestu laga- og textahöfunda og hér fangar hann núið á kaldhæðinn hátt mitt í evru-umræðunni. Lagið er grípandi og flutningurinn frábær. Hvað sem verður um blessaða krónuna þá yrðu Verðbólgin augu henni verðugur minnisvarði. Verum í sambandi - Sprengjuhöllin Með þessu fallega og skemmtilega lagi, sem margan hefur snert djúpt, söng Sprengjuhöllin sig að innstu hjartarótum þjóðarinnar. Snorri Helgason fer fyrir Sprengjuhöllinni í þessum angurværa texta sínum, um sár sambandsslit, sem fólk hefur tekið undir með af mikilli innlifun.
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira