UNIFEM á Íslandi sett ný viðmið í söfnunum Guðjón Helgason skrifar 8. mars 2008 18:31 Starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York segir Íslandsdeild samtakanna hafa sett öðrum landsdeildum ný viðmið í fjáöflun. Milljónir hafa safnast í Fiðrildaviku sem lýkur í kvöld. Utanríkisráðherra Líberu segir framlag Íslandsdeildar UNIFEM mikilvægt til að draga úr ofbeldi gegn konum í heimalandi hennar. Alþjóðadagur kvenna er í dag og um leið lýkur Fiðrildaviku UNIFEM á Íslandi. Landsmenn hafa verið hvattir til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líberíu, Lýðveldinu Kongó og Súdan. 16 landsdeildir UNIFEM, Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, eru starfandi víða um heim. Joanna Sandler, starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York, segir Íslandsdeildina hafa sett ný viðmið í söfnun á Fiðrildaviku. Íslandsdeildin hafi náð merkum áfanga síðustu viku og efnt til merkilegra viðburða. Fyrir vikið verði rúm milljón bandaríkjadala gefin í það verkefni að binda enda á ofbeldi gegn konum og þeirra fjármuna sé þörf. UNIFEM á Íslandi vildi ekki staðfesta þessa upphæð en sagði að tilkynnt yrði á morgun, sunnudag, hvað hefði safnast á Fiðrildaviku. Olubanke King-Akerele, utanríkisráðherra Líberíu, segir herferð UNIFEM á Íslandi muni hjálpa afsakplega mikið, sér í lagi í löndum á borð við Líberíu. Það þurfi kerfi og fé til að taka á ofbeldi gegn konum og binda enda á það. Fjölmargar konur eru í áhrifastöðum í Líberu en forseti landsins, Ellen Johnson-Sirleaf, varð fyrsta lýðræðislega kjörna konan í forsetaembætti í Afríku í nóvember 2005. Hún hét því að koma konum til áhrifa í Líberu og bæta stöðu kvenna þar í viðskiptum og það hefur hún gert. King-Akerele bendir á að kona sé lögreglustjóri og margar konur ráðherrar og dómarar. Meðal kvennráðherra séu ráðherra fjármála, viðskipta og iðnaðar, dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra, íþróttamálaráðherra, og ráðherra í málefnum þróunar og kynjamála. Fréttir Innlent Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
Starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York segir Íslandsdeild samtakanna hafa sett öðrum landsdeildum ný viðmið í fjáöflun. Milljónir hafa safnast í Fiðrildaviku sem lýkur í kvöld. Utanríkisráðherra Líberu segir framlag Íslandsdeildar UNIFEM mikilvægt til að draga úr ofbeldi gegn konum í heimalandi hennar. Alþjóðadagur kvenna er í dag og um leið lýkur Fiðrildaviku UNIFEM á Íslandi. Landsmenn hafa verið hvattir til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líberíu, Lýðveldinu Kongó og Súdan. 16 landsdeildir UNIFEM, Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, eru starfandi víða um heim. Joanna Sandler, starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York, segir Íslandsdeildina hafa sett ný viðmið í söfnun á Fiðrildaviku. Íslandsdeildin hafi náð merkum áfanga síðustu viku og efnt til merkilegra viðburða. Fyrir vikið verði rúm milljón bandaríkjadala gefin í það verkefni að binda enda á ofbeldi gegn konum og þeirra fjármuna sé þörf. UNIFEM á Íslandi vildi ekki staðfesta þessa upphæð en sagði að tilkynnt yrði á morgun, sunnudag, hvað hefði safnast á Fiðrildaviku. Olubanke King-Akerele, utanríkisráðherra Líberíu, segir herferð UNIFEM á Íslandi muni hjálpa afsakplega mikið, sér í lagi í löndum á borð við Líberíu. Það þurfi kerfi og fé til að taka á ofbeldi gegn konum og binda enda á það. Fjölmargar konur eru í áhrifastöðum í Líberu en forseti landsins, Ellen Johnson-Sirleaf, varð fyrsta lýðræðislega kjörna konan í forsetaembætti í Afríku í nóvember 2005. Hún hét því að koma konum til áhrifa í Líberu og bæta stöðu kvenna þar í viðskiptum og það hefur hún gert. King-Akerele bendir á að kona sé lögreglustjóri og margar konur ráðherrar og dómarar. Meðal kvennráðherra séu ráðherra fjármála, viðskipta og iðnaðar, dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra, íþróttamálaráðherra, og ráðherra í málefnum þróunar og kynjamála.
Fréttir Innlent Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira