Ensku liðin úr leik eftir vítaspyrnukeppni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. mars 2008 22:32 Andy Johnson skorar fyrsta mark Everton í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Viðureignir ensku liðanna í UEFA-keppninni í kvöld voru báðar útkljáðar í vítaspyrnukeppni. Óhætt er að segja að ensku liðin hafi haldið í sínar hefðir því bæði féllu þau úr leik í kvöld. Yakubu og Phil Jagielka misnotuðu sína spyrnuna hver fyrir Everton en leikmenn Fiorentina nýttu allar sínar og komust þar með áfram í fjórðungsúrslit. Jermaine Jenas hefði getað tryggt Tottenham áfram með marki úr fimmtu spyrnu Tottenham en hann lét verja frá sér. Eftir tvöfaldan bráðabana misnotaði Pascal Chimbonda sjöundu spyrnu Tottenham og þar með datt Tottenham úr leik. Everton - Fiorentina 2-0 1-0 Andy Johnson (16.) 2-0 Mikel Arteta (66.) Fiorentina vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-0, og voru því taldir líklegri til að komast áfram í fjórðungsúrslit. En Everton barðist hetjulega og voru óheppnir að skora ekki þrjú mörk í venjulegum leiktíma, hvað þá í framlengdum leik. Andy Johnson kom Everton yfir í fyrri hálfleik með skrautlegu marki. Steven Pienaar átti sendingu fyrir markið sem Sebastien Frey, markvörður Fiorentina, missti af og boltinn fór af bringu Johnson og í markið. Það var svo Mikel Arteta sem skoraði síðara markið fyrir Everton með skoti af 25 metra færi. Þar með var ljóst að það var framlengt á Goodison Park. Everton var nálægt því að skora þriðja markið, bæði í venjulegum leiktíma sem og í framlengingunni. En allt kom fyrir ekki og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Thomas Gravesen 1-1 Giampolo PazziniYakubu misnotaði spyrnu 1-2 Riccardo Montolivo 2-2 Mikel Arteta 2-3 Pablo Daniel OsvaldoPhil Jagielka mistnoaði spyrnu 2-4 Mario Alberto Santana PSV Eindhoven - Tottenham 0-1 0-1 Dimitar Berbatov (82.) PSV vann heldur óvæntan sigur á heimavelli Tottenham í fyrri viðureign liðanna, 1-0, og þurftu þeir ensku að láta til sín taka í Hollandi í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Dimitar Berbatov glæsilegt mark eftir fyrirgjöf Pascal Chimbonda frá hægri. Afgreiðsla Berbatov var einkar lagleg og dugði til að tryggja gestunum framlengingu. Steed Malbranque fékk svo gullið tækifæri til að tryggja Tottenham sigurinn á lokamínútu framlengingarinnar en Gomes, markvörður PSV, varði glæsilega frá honum. Þar með lauk framlengingunni og því gripið til vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Timmy Simons 1-1 Dimitar BerbatovPaul Robinson varði frá Danko Lazovic 1-2 Jamie O'Hara 2-2 Jefferson Farfan 2-3 Tom Huddlestone 3-3 Carlos Salcido 3-4 Darren Bent 4-4 Balazs DzsudzsakGomes varði frá Jermaine JenasBráðabani: 5-4 Otman Bakkal 5-5 Didier Zokora 6-5 Dirk MarcellisPascal Chimbonda sendir Gomes í vitlaust horn en skýtur framhjá. Evrópudeild UEFA Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Viðureignir ensku liðanna í UEFA-keppninni í kvöld voru báðar útkljáðar í vítaspyrnukeppni. Óhætt er að segja að ensku liðin hafi haldið í sínar hefðir því bæði féllu þau úr leik í kvöld. Yakubu og Phil Jagielka misnotuðu sína spyrnuna hver fyrir Everton en leikmenn Fiorentina nýttu allar sínar og komust þar með áfram í fjórðungsúrslit. Jermaine Jenas hefði getað tryggt Tottenham áfram með marki úr fimmtu spyrnu Tottenham en hann lét verja frá sér. Eftir tvöfaldan bráðabana misnotaði Pascal Chimbonda sjöundu spyrnu Tottenham og þar með datt Tottenham úr leik. Everton - Fiorentina 2-0 1-0 Andy Johnson (16.) 2-0 Mikel Arteta (66.) Fiorentina vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-0, og voru því taldir líklegri til að komast áfram í fjórðungsúrslit. En Everton barðist hetjulega og voru óheppnir að skora ekki þrjú mörk í venjulegum leiktíma, hvað þá í framlengdum leik. Andy Johnson kom Everton yfir í fyrri hálfleik með skrautlegu marki. Steven Pienaar átti sendingu fyrir markið sem Sebastien Frey, markvörður Fiorentina, missti af og boltinn fór af bringu Johnson og í markið. Það var svo Mikel Arteta sem skoraði síðara markið fyrir Everton með skoti af 25 metra færi. Þar með var ljóst að það var framlengt á Goodison Park. Everton var nálægt því að skora þriðja markið, bæði í venjulegum leiktíma sem og í framlengingunni. En allt kom fyrir ekki og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Thomas Gravesen 1-1 Giampolo PazziniYakubu misnotaði spyrnu 1-2 Riccardo Montolivo 2-2 Mikel Arteta 2-3 Pablo Daniel OsvaldoPhil Jagielka mistnoaði spyrnu 2-4 Mario Alberto Santana PSV Eindhoven - Tottenham 0-1 0-1 Dimitar Berbatov (82.) PSV vann heldur óvæntan sigur á heimavelli Tottenham í fyrri viðureign liðanna, 1-0, og þurftu þeir ensku að láta til sín taka í Hollandi í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Dimitar Berbatov glæsilegt mark eftir fyrirgjöf Pascal Chimbonda frá hægri. Afgreiðsla Berbatov var einkar lagleg og dugði til að tryggja gestunum framlengingu. Steed Malbranque fékk svo gullið tækifæri til að tryggja Tottenham sigurinn á lokamínútu framlengingarinnar en Gomes, markvörður PSV, varði glæsilega frá honum. Þar með lauk framlengingunni og því gripið til vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Timmy Simons 1-1 Dimitar BerbatovPaul Robinson varði frá Danko Lazovic 1-2 Jamie O'Hara 2-2 Jefferson Farfan 2-3 Tom Huddlestone 3-3 Carlos Salcido 3-4 Darren Bent 4-4 Balazs DzsudzsakGomes varði frá Jermaine JenasBráðabani: 5-4 Otman Bakkal 5-5 Didier Zokora 6-5 Dirk MarcellisPascal Chimbonda sendir Gomes í vitlaust horn en skýtur framhjá.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn