McDowell kominn í forystu í Suður-Kóreu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2008 17:31 Þessi ótrúlega mynd var tekin þegar að Graeme McDowell var að slá upphafshöggið sitt á sautjándu holu. Hann kláraði og náði meira að segja fugli á átjándu. Nordic Photos / Getty Images Norður-Írinn Graeme McDowell er með forystu þegar tveimur fyrstu keppnisdögunum er svo gott sem lokið á Ballantine-meistaramótinu í Suður-Kóreu. Reyndar náðu ekki allir kylfingar að klára sína hringi þar sem tveggja og hálfs tíma seinkun var á því að keppni gæti hafist vegna mikilla vinda. Af þeim söku skall myrkrið á áður en allir voru búnir með hringinn sinn. Þeir kylfingar sem eru í níu efstu sætunum á mótinu náðu þó allir að klára sinn hring. Þar fer McDowell fremstur í flokki enda lék hann frábært golf í dag, á 64 höggum og er samtals á tólf höggum undir pari. Hann hefur tveggja högga forystu á Svíann Johan Edforws og Indverjann Jeev Milkha Singh, þrátt fyrir að hafa leikið síðustu tvær holurnar í miklu myrkri. Forystumennirnir eftir fyrsta hringinn náðu sér ekki á strik í dag. Mikko Ilonen frá Finnlandi var á einu höggi yfir pari þegar hann þurfti að hætta eftir ellefu holur en Ástralinn Tony Carolan náði að klára og lék á 75 höggum og er samtals á tveimur höggum undir pari. Af þekktari kylfingum mótsins má nefna að Thomas Björn frá Danmörku, Padraig Harrington frá Írlandi og Kim Anthony frá Bandaríkjunum eru í 6.-8. sæti á átta höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Chris DiMarco er svo í 10.-15. sæti á sex höggum undir pari og heimamaðurinn KJ Choi er í 19.-29. sæti á fjórum höggum undir pari. Allir náðu þeir að klára sína hringi í dag. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-Írinn Graeme McDowell er með forystu þegar tveimur fyrstu keppnisdögunum er svo gott sem lokið á Ballantine-meistaramótinu í Suður-Kóreu. Reyndar náðu ekki allir kylfingar að klára sína hringi þar sem tveggja og hálfs tíma seinkun var á því að keppni gæti hafist vegna mikilla vinda. Af þeim söku skall myrkrið á áður en allir voru búnir með hringinn sinn. Þeir kylfingar sem eru í níu efstu sætunum á mótinu náðu þó allir að klára sinn hring. Þar fer McDowell fremstur í flokki enda lék hann frábært golf í dag, á 64 höggum og er samtals á tólf höggum undir pari. Hann hefur tveggja högga forystu á Svíann Johan Edforws og Indverjann Jeev Milkha Singh, þrátt fyrir að hafa leikið síðustu tvær holurnar í miklu myrkri. Forystumennirnir eftir fyrsta hringinn náðu sér ekki á strik í dag. Mikko Ilonen frá Finnlandi var á einu höggi yfir pari þegar hann þurfti að hætta eftir ellefu holur en Ástralinn Tony Carolan náði að klára og lék á 75 höggum og er samtals á tveimur höggum undir pari. Af þekktari kylfingum mótsins má nefna að Thomas Björn frá Danmörku, Padraig Harrington frá Írlandi og Kim Anthony frá Bandaríkjunum eru í 6.-8. sæti á átta höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Chris DiMarco er svo í 10.-15. sæti á sex höggum undir pari og heimamaðurinn KJ Choi er í 19.-29. sæti á fjórum höggum undir pari. Allir náðu þeir að klára sína hringi í dag.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira