Golf

Woods hrökk í gang

NordcPhotos/GettyImages

Snillingurinn Tiger Woods hrökk heldur betur í gang á öðrum hringnum á Arnold Palmer mótinu í golfi í gærkvöld. Hann lék hringinn á fjórum höggum undir pari og er nú kominn í efsta sætið ásamt fjórum öðrum kylfingum.

Woods hefur unnið mótið fimm ár í röð en hann var sjö höggum á eftir Vijay Singh þegar keppni hófst í gær. Hann setti sex fugla og lauk hringnum á 66 höggum.

Singh hafði verið í forystu á mótinu en hún var fljót að gufa upp eftir að Sean O´Hair, sem lék besta hringinn á sjö undir í gær, Bart Bryant og Bubba Wilson léku allir vel og skutust í toppsætið ásamt þeim Singh og Woods sem eru nú allir á sex undir pari.

Woods hefur unnið sigur á fjórum síðustu PGA mótum sínum og á einu móti á Evrópumótaröðinni. Hann hefur alls unnið níu af síðustu tíu mótum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×