Erlent

Stytta af Maríu mey tárfellir

Óli Tynes skrifar

Þúsundir kaþólikka streyma nú í smáþorp í Mexíkó til þess að sjá styttu af Maríu mey sem tárfellir.

Styttan af Maríu mey er hálfur metri að hæð og geymd í glerbúri. Íbúar þorpsins Pedro Escobedo segja að síðastliðinn sunnudag hafi þeir farið með styttuna í pílagrímsferð á reiðhjólum til næsta nágrannabæjar.

Tárin uppgötvuðust þegar styttan var komin til baka. Að sögn bæjarbúa bankaði átta ára drengur upp hjá þeim til þess að segja frá tárunum. Enginn veit hver þessi drengur var.

Tárfellandi styttur af Maríu mey eru ekki nýtt fyrirbæri í kaþólskum löndum og kirkjan tekur slíkum fréttum af mikilli varúð.

Talsmaður kirkjuráðsins í héraði Pedro Escobedo segir að nefnd verði skipuð til þess að kanna málið. Tárin verði ekki skilgreind sem kraftaverk fyrr en að lokinni nákvæmri rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×