Romero vann í New Orleans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2008 10:55 Andres Romero með sigurlaunin sín í gær. Nordic Photos / Getty Images Argentínski kylfingurinn Andres Romero vann um helgina sigur í Zurich Classic-mótinu í New Orleans en þetta var fyrsti sigurinn hans á PGA-mótaröðinni. Romero lék á 68 höggum í gær og lék samtals á þrettán höggum undir pari. Annar varð Peter Lonard frá Ástralíu á tólf höggum undir pari og Tim Wilkinson frá Nýja-Sjálandi varð þriðji á ellefu höggum undir pari. Þetta er í sjötta skiptið á síðustu sjö árum sem kylfingur vinnur sinn fyrsta PGA-sigur í New Orleans. Þetta er því frægur vettvangur fyrir kylfinga að brjótast fram á sjónarsviðið og sérstaklega fyrir þá sem ekki eru bandarískir. Frægasta dæmið um þetta er Vijay Singh sem vann sitt fyrsta mót í New Orleans árið 2004. Romero komst inn á Evrópumótaröðina í golfi með því að verða í fjórtánda sæti á Áskorendamótaröðinni árið 2005. Árið 2006 komst hann á lista 100 bestu kylfinga heims en það ár varð hann í áttunda sæti á opna breska meistaramótinu. Ári síðar varð hann í þriðja sæti á sama móti og vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni. Í ár hefur hann verið að komast hægt og rólega á skrið. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn í fyrstu þremur mótum tímabilsins á PGA-mótaröðinni en kláraði síðustu þrjú mót fyrir sigurinn í New Orleans. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Argentínski kylfingurinn Andres Romero vann um helgina sigur í Zurich Classic-mótinu í New Orleans en þetta var fyrsti sigurinn hans á PGA-mótaröðinni. Romero lék á 68 höggum í gær og lék samtals á þrettán höggum undir pari. Annar varð Peter Lonard frá Ástralíu á tólf höggum undir pari og Tim Wilkinson frá Nýja-Sjálandi varð þriðji á ellefu höggum undir pari. Þetta er í sjötta skiptið á síðustu sjö árum sem kylfingur vinnur sinn fyrsta PGA-sigur í New Orleans. Þetta er því frægur vettvangur fyrir kylfinga að brjótast fram á sjónarsviðið og sérstaklega fyrir þá sem ekki eru bandarískir. Frægasta dæmið um þetta er Vijay Singh sem vann sitt fyrsta mót í New Orleans árið 2004. Romero komst inn á Evrópumótaröðina í golfi með því að verða í fjórtánda sæti á Áskorendamótaröðinni árið 2005. Árið 2006 komst hann á lista 100 bestu kylfinga heims en það ár varð hann í áttunda sæti á opna breska meistaramótinu. Ári síðar varð hann í þriðja sæti á sama móti og vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni. Í ár hefur hann verið að komast hægt og rólega á skrið. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn í fyrstu þremur mótum tímabilsins á PGA-mótaröðinni en kláraði síðustu þrjú mót fyrir sigurinn í New Orleans.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira