Framtíð til bráðabirgða 1. apríl 2008 10:23 Undarlegt, en þó fremur broslegt, að lesa ummæli Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa um nýsamþykkta Samgöngumiðstöð í Fréttablaðinu í morgun. Þar freistar hann þess enn að berjast gegn þjóðarflugvellinum, þótt teikn þess efnis að hann verður um aldur og ævi í Vatnsmýrinni, hrannist upp á þeim pólitísku himnunum. Gísli segir: "Ef þetta hús á að rísa er það skýr krafa að þetta sé ekki bara flugstöð og að byggingin geti gegnt hlutverk samgöngumiðstöðvar þótt flugvöllurinn fari." Borgarfulltrúinn sér sumsé fyrir sér samgöngumiðstöð án flugvallar. Honum sýnist sem svo að ríkið leggi út í smíði og rekstur hundruð milljóna króna stórhýsis, einkum og sér í lagi vegna flugsins, til þess eins að það þjóni rútum og leigubílum í framtíðinni. Heyr á eindemi. Nýja samgöngumiðstöðin er flugstöð, fyrst og fremst. Það vita allir. Hún mun - svo ég æri óstöðugan - sakir stæðar sinnar, verða kærkomið tækifæri til að efla millilandaflug beint frá Reykjavík. Þá þarf maður ekki lengur að skrönglast yfir Strandarheiðina til Keflavíkur til þess eins að sækja Köben eða Lundúnir heim. Þetta er augljós framtíð. En Gísli Marteinn ... Hann sér hlutina til bráðabirgða. Jafnvel stórhýsin í Vatnsmýrinni. Svona eru skipulagsmálin í borginni ... Eða öllu heldur skipulagspólitíkin ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun
Undarlegt, en þó fremur broslegt, að lesa ummæli Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa um nýsamþykkta Samgöngumiðstöð í Fréttablaðinu í morgun. Þar freistar hann þess enn að berjast gegn þjóðarflugvellinum, þótt teikn þess efnis að hann verður um aldur og ævi í Vatnsmýrinni, hrannist upp á þeim pólitísku himnunum. Gísli segir: "Ef þetta hús á að rísa er það skýr krafa að þetta sé ekki bara flugstöð og að byggingin geti gegnt hlutverk samgöngumiðstöðvar þótt flugvöllurinn fari." Borgarfulltrúinn sér sumsé fyrir sér samgöngumiðstöð án flugvallar. Honum sýnist sem svo að ríkið leggi út í smíði og rekstur hundruð milljóna króna stórhýsis, einkum og sér í lagi vegna flugsins, til þess eins að það þjóni rútum og leigubílum í framtíðinni. Heyr á eindemi. Nýja samgöngumiðstöðin er flugstöð, fyrst og fremst. Það vita allir. Hún mun - svo ég æri óstöðugan - sakir stæðar sinnar, verða kærkomið tækifæri til að efla millilandaflug beint frá Reykjavík. Þá þarf maður ekki lengur að skrönglast yfir Strandarheiðina til Keflavíkur til þess eins að sækja Köben eða Lundúnir heim. Þetta er augljós framtíð. En Gísli Marteinn ... Hann sér hlutina til bráðabirgða. Jafnvel stórhýsin í Vatnsmýrinni. Svona eru skipulagsmálin í borginni ... Eða öllu heldur skipulagspólitíkin ... -SER.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun