Framtíð til bráðabirgða 1. apríl 2008 10:23 Undarlegt, en þó fremur broslegt, að lesa ummæli Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa um nýsamþykkta Samgöngumiðstöð í Fréttablaðinu í morgun. Þar freistar hann þess enn að berjast gegn þjóðarflugvellinum, þótt teikn þess efnis að hann verður um aldur og ævi í Vatnsmýrinni, hrannist upp á þeim pólitísku himnunum. Gísli segir: "Ef þetta hús á að rísa er það skýr krafa að þetta sé ekki bara flugstöð og að byggingin geti gegnt hlutverk samgöngumiðstöðvar þótt flugvöllurinn fari." Borgarfulltrúinn sér sumsé fyrir sér samgöngumiðstöð án flugvallar. Honum sýnist sem svo að ríkið leggi út í smíði og rekstur hundruð milljóna króna stórhýsis, einkum og sér í lagi vegna flugsins, til þess eins að það þjóni rútum og leigubílum í framtíðinni. Heyr á eindemi. Nýja samgöngumiðstöðin er flugstöð, fyrst og fremst. Það vita allir. Hún mun - svo ég æri óstöðugan - sakir stæðar sinnar, verða kærkomið tækifæri til að efla millilandaflug beint frá Reykjavík. Þá þarf maður ekki lengur að skrönglast yfir Strandarheiðina til Keflavíkur til þess eins að sækja Köben eða Lundúnir heim. Þetta er augljós framtíð. En Gísli Marteinn ... Hann sér hlutina til bráðabirgða. Jafnvel stórhýsin í Vatnsmýrinni. Svona eru skipulagsmálin í borginni ... Eða öllu heldur skipulagspólitíkin ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Undarlegt, en þó fremur broslegt, að lesa ummæli Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa um nýsamþykkta Samgöngumiðstöð í Fréttablaðinu í morgun. Þar freistar hann þess enn að berjast gegn þjóðarflugvellinum, þótt teikn þess efnis að hann verður um aldur og ævi í Vatnsmýrinni, hrannist upp á þeim pólitísku himnunum. Gísli segir: "Ef þetta hús á að rísa er það skýr krafa að þetta sé ekki bara flugstöð og að byggingin geti gegnt hlutverk samgöngumiðstöðvar þótt flugvöllurinn fari." Borgarfulltrúinn sér sumsé fyrir sér samgöngumiðstöð án flugvallar. Honum sýnist sem svo að ríkið leggi út í smíði og rekstur hundruð milljóna króna stórhýsis, einkum og sér í lagi vegna flugsins, til þess eins að það þjóni rútum og leigubílum í framtíðinni. Heyr á eindemi. Nýja samgöngumiðstöðin er flugstöð, fyrst og fremst. Það vita allir. Hún mun - svo ég æri óstöðugan - sakir stæðar sinnar, verða kærkomið tækifæri til að efla millilandaflug beint frá Reykjavík. Þá þarf maður ekki lengur að skrönglast yfir Strandarheiðina til Keflavíkur til þess eins að sækja Köben eða Lundúnir heim. Þetta er augljós framtíð. En Gísli Marteinn ... Hann sér hlutina til bráðabirgða. Jafnvel stórhýsin í Vatnsmýrinni. Svona eru skipulagsmálin í borginni ... Eða öllu heldur skipulagspólitíkin ... -SER.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun