Birgir Leifur Hafþórsson er meðal keppenda á opna Estoril-mótinu í Portúgal sem hefst á morgun en mótið er liður í Evrópumótaröðinni í golfi.
Hann hefur leik rétt fyrir klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma en hann í þeim helmingi keppenda sem hefur leik á áttunda teig á Oitavos Dunes-vellinum.
Spánverjinn Pablo Martin bar sigur úr býtum á mótinu í fyrra en hann varð þar með fyrsti áhugamaðurinn til að sigra á móti í Evrópumótaröðinni.
Af þeim sökum gat hann ekki þegið þær rúmu 200 þúsund evrur sem hann hefði fengið í sigurlaun en hann gerðist atvinnukylfingur nú í sumar.