F1-lið fordæma Mosley Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2008 10:58 Max Mosley, formaður FIA. Nordic Photos / Getty Images Fjórir bílaframleiðendur sem eiga keppnislið í Formúlu 1-mótaröðinni hafa fordæmt hegðun Max Mosley, forseta Alþjóða akstursíþróttasambandsins. News of the World greindi frá því um helgina að Mosley hafi tekið þátt í kynlífssvalli með fimm vændiskonum þar sem líkt var við hegðun nasista. Hann sagði sjálfur í yfirlýsingu í gær að hann ætlaði að halda áfram hjá FIA enda hafi hann hlotið stuðning víða að til þess. Nú virðist hins vegar síaukinn þrýstingur að hann láti af störfum. BMW og Marcedes sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir sögðu hegðun Mosley honum til háborinnar skannar. Honda og Toyota tóku í svipaðan streng. Mosley hefur svarað og sagðist bera fullan skilning á viðbrögðum BMW og Mercedes-Benz, sér í lagi í ljósi sögu fyrirtækjanna á millistríðsárunum. „Hins vegar höfðu þau ekki samband við mig áður en þau gáfu frá sér yfirlýsinguna og spurðu hvort að ásakanir væru sannar," sagði Mosley en hann hefur áður neitað því að neitt nasistalegt hafi átt sér stað í áðurnefndu svalli. Formúla Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fjórir bílaframleiðendur sem eiga keppnislið í Formúlu 1-mótaröðinni hafa fordæmt hegðun Max Mosley, forseta Alþjóða akstursíþróttasambandsins. News of the World greindi frá því um helgina að Mosley hafi tekið þátt í kynlífssvalli með fimm vændiskonum þar sem líkt var við hegðun nasista. Hann sagði sjálfur í yfirlýsingu í gær að hann ætlaði að halda áfram hjá FIA enda hafi hann hlotið stuðning víða að til þess. Nú virðist hins vegar síaukinn þrýstingur að hann láti af störfum. BMW og Marcedes sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir sögðu hegðun Mosley honum til háborinnar skannar. Honda og Toyota tóku í svipaðan streng. Mosley hefur svarað og sagðist bera fullan skilning á viðbrögðum BMW og Mercedes-Benz, sér í lagi í ljósi sögu fyrirtækjanna á millistríðsárunum. „Hins vegar höfðu þau ekki samband við mig áður en þau gáfu frá sér yfirlýsinguna og spurðu hvort að ásakanir væru sannar," sagði Mosley en hann hefur áður neitað því að neitt nasistalegt hafi átt sér stað í áðurnefndu svalli.
Formúla Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira