Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum niðurskurðinn á Estoril meistaramótinu í Portúgal í kvöld. Birgir Leifur lék annan hringinn á 70 höggi eða einu höggi undir pari vallarins og endaði daginn í 41.-51. sæti.
Birgir Leifur leikið holurnar 36 á 139 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins. Hann sagði í samtali við Vísi að spilamennskan hefði verið þokkaleg en var þó ekki sáttur við alla þá skolla sem hann fékk á fyrstu tveimur hringjunum. "Ég hefði helst viljað sleppa við þessa skolla en ég vona að ég eigi meira inni," sagði Birgir Leifur.