Birgir Leifur Hafþórsson lauk rétt í þessu þriðja hringnum á Estoril meistaramótinu í Portúgal. Hann spilaði hringinn á fimm höggum undir pari og hefur leikið hringina þrjá á átta höggum undir pari. Birgir Leifur er sem stendur í 12. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum.
Það er óhætt að segja að Birgir Leifur hafi spilað frábærlega í morgun. Hann náði sjö fuglum og þurfti aðeins að sætta sig við tvo skolla.