Gregory Bourdy frá Frakklandi sigraði á Estoril-mótinu í Portúgal en bráðabana þurfti til að skera um úrslitin. Bourdy fór illa af stað í dag en lék betur eftir því á leið.
Hann lék á einu undir pari í dag og endaði jafn David Howell og Alastair Forsyth. Sá síðastnefndi féll fyrstur út í bráðabananum en Bourdy fagnaði sigri þegar hann fékk par á þriðju holu bráðabanans á meðan Forsyth fékk skolla.
Birgir Leifur Hafþórsson tók þátt í mótinu og endaði í 60. sæti. Fyrir það fær hann rúmar 380.000 krónur í sinn hlut.