Íslenski boltinn

Pétur Pétursson

Átján ára gamall varð hann Íslandsmeistari með ÍA og um leið markakóngur deildarinnar með sextán mörk. Ári síðar bætti hann um betur, skoraði nítján mörk í deildinni en það met stendur enn. Um haustið gekk hann til liðs við Feynoord og sló strax í gegn. Hann skoraði grimmt og var á tímabili meðal markahæstu leikmanna Evrópu. Hann fór til Anderlecht í Belgíu árið 1981, þaðan til Antwerpen tveimur árum síðar áður en hann lauk atvinnumannaferlinum á Spáni árið 1986. Fór aftur til ÍA og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Fram í úrslitum bikarsins sama ár. Átti marga góða landsleiki og skoraði til dæmis bæði mörkin í 2-1 sigri Íslands á Tyrkjum árið 1989.

Landsleikir: 41/11



Fleiri fréttir

Sjá meira


×