Foreldrar Madeleine boðaðir aftur til Portúgal 8. apríl 2008 11:48 Kate McCann brotnaði saman í sjónvarpsviðtali eftir að fjölskyldan sneri aftur frá Portúgal. MYND/AFP Foreldrar Madeleine McCann, fjölskylduvinir og aðrir ferðamenn hafa verið boðaðir aftur til Portúgal til að taka þátt í endurgerð atburðarrásarinnar kvöldið sem stúlkan hvarf. Þetta kemur fram á fréttavef Times. Lögreglumenn vilja setja atburðarrásina á Ocean Club hótelinu kvöldið sem tilkynnt var um hvarf Madeleine á svið. Þeir hafa óskað eftir að tugir manns taki þátt í viðburðinum eftir að viðtölum við Tapas 7 hópinn lýkur í Bretlandi. Þau hófust í dag og klárast í lok vikunnar. Endurgerð atburðarrásarinnar, sem ekki eru fordæmi fyrir, er áætluð um miðjan næsta mánuð, stuttu eftir að ár er liðið frá hvarfi stúlkunnar 3. maí. Portúgalska lögreglan hefur skrifað vitnum og beðið þau um að taka þátt. McCann hjónin hafa ekki komið til Algarve síðan þau fengu réttarstöðu grunaðra í málinu 7. september síðastliðinn. Vinir þeirra hafa látið í ljós að þau myndu neita því að snúa aftur, nema þau verði hreinsuð af þeirri réttarstöðu. Endurgerðin yrði með þátttöku fjölda þeirra sem voru í Praia da Luz eftirmiðdaginn og kvöldið sem Madeleine hvarf úr svefnherbergi sínu klukkan 10 að kvöldi. Portúgalska lögreglan vonar að endurgerðin hjálpi þeim að koma auga á misræmi í sönnunargögnum og bendi á svæði sem þurfi frekari rannsókna við. Þrátt fyrir það segja gagnrýnendur að það sé merki um að lögreglan hafi í raun enga hugmynd um hvað kom fyrir Madeleine. Sérfræðingar frá Scotland Yard og Leicesterskíri höfðu ráðlagt portúgölsku lögreglunni að gera endurgerðina nokkrum vikum eftir hvarfið. Greinilegt ósamræmi í fyrri vitnisburði Tapas 7 hópsins og saga McCann hjónanna hefur verið viðfangsefni lögreglumanna. Samt sem áður hafa þeir haldið því fram að lítill munur sé á og hægt sé að búast við minniháttar misræmi í hvaða endurminningum sem er. McCann hjónin voru á Tapas veitingastað með sjömenningunum á Ocean Club hótelinu þegar mannræninginn mun hafa þvingað glugga opinn og tekið Madeleine af herberginu á fyrstu hæð hótelsins þar sem hún svaf með tvíburasystkinum sínum. Madeleine McCann Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Foreldrar Madeleine McCann, fjölskylduvinir og aðrir ferðamenn hafa verið boðaðir aftur til Portúgal til að taka þátt í endurgerð atburðarrásarinnar kvöldið sem stúlkan hvarf. Þetta kemur fram á fréttavef Times. Lögreglumenn vilja setja atburðarrásina á Ocean Club hótelinu kvöldið sem tilkynnt var um hvarf Madeleine á svið. Þeir hafa óskað eftir að tugir manns taki þátt í viðburðinum eftir að viðtölum við Tapas 7 hópinn lýkur í Bretlandi. Þau hófust í dag og klárast í lok vikunnar. Endurgerð atburðarrásarinnar, sem ekki eru fordæmi fyrir, er áætluð um miðjan næsta mánuð, stuttu eftir að ár er liðið frá hvarfi stúlkunnar 3. maí. Portúgalska lögreglan hefur skrifað vitnum og beðið þau um að taka þátt. McCann hjónin hafa ekki komið til Algarve síðan þau fengu réttarstöðu grunaðra í málinu 7. september síðastliðinn. Vinir þeirra hafa látið í ljós að þau myndu neita því að snúa aftur, nema þau verði hreinsuð af þeirri réttarstöðu. Endurgerðin yrði með þátttöku fjölda þeirra sem voru í Praia da Luz eftirmiðdaginn og kvöldið sem Madeleine hvarf úr svefnherbergi sínu klukkan 10 að kvöldi. Portúgalska lögreglan vonar að endurgerðin hjálpi þeim að koma auga á misræmi í sönnunargögnum og bendi á svæði sem þurfi frekari rannsókna við. Þrátt fyrir það segja gagnrýnendur að það sé merki um að lögreglan hafi í raun enga hugmynd um hvað kom fyrir Madeleine. Sérfræðingar frá Scotland Yard og Leicesterskíri höfðu ráðlagt portúgölsku lögreglunni að gera endurgerðina nokkrum vikum eftir hvarfið. Greinilegt ósamræmi í fyrri vitnisburði Tapas 7 hópsins og saga McCann hjónanna hefur verið viðfangsefni lögreglumanna. Samt sem áður hafa þeir haldið því fram að lítill munur sé á og hægt sé að búast við minniháttar misræmi í hvaða endurminningum sem er. McCann hjónin voru á Tapas veitingastað með sjömenningunum á Ocean Club hótelinu þegar mannræninginn mun hafa þvingað glugga opinn og tekið Madeleine af herberginu á fyrstu hæð hótelsins þar sem hún svaf með tvíburasystkinum sínum.
Madeleine McCann Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira