Páll í fangi Björns Hallgrímur Helgason skrifar 12. júlí 2008 06:00 Það var óstoltur Íslendingur sem sat úti í sólinni, horfði á norðlensk fjöll og hlustaði á kvöldfréttir Stöðvar 2 í liðinni viku. „Þeir komu bara, handtóku hann og fluttu hann burt. Nú veit ég ekkert hvenær eða hvort við sjáum hann aftur," sagði grátklökk kona á ensku með fjarlægum hreim. Í bakgrunni hjalaði nýfætt barn. Hér þurfti að leggja bæði eyrun við til að trúa því að fréttin væri íslensk. Því þetta viðtal var ekki tekið í sprengjurústum í Bagdad eða sveitaþorpi í Simbabve heldur í miðri höfuðborg Íslands sumarið 2008. Hér var komin ein af niðurlægingarstundum íslenskrar samtímasögu sem tyllti sér þegar hátt á Vondustundalistann, á milli allra krónufallanna og þess þegar Davíð dásamaði Íraksstríðið í afmælisboði hjá Bush. Lengi höfðum við skammast okkar fyrir dáðleysi ráðamanna í hælismálum þar sem einföld pólitík gildir í flóknum málum: Allir sem hægt er að senda burt eru sendir burt en hinir geymdir á hóteli í Keflavík. Jafnvel í fjögur ár ef þarf. Og "Útlendingastofnun" látin sjá um framkvæmd. (Ég er ekki að biðja um að nafni stofnunarinnar verði breytt í eitthvað PC-pirrandi skjallyrði eins og "Gestastofa", en hið forneskjulega heiti segir þó margt um viðhorf okkar í þessum málum.) Auðvitað þýðir ekki að bjóða upp á barnaskap í málefnum hælisleitenda og ólöglegra nýlanda. Einhverjar reglur verður að halda svo Reykjanesskaginn fyllist ekki af flóttamannahótelum en það er í þessu sem öðru; litla ríka þjóðartíkin í norðri er fremur þiggjandi en gefandi. Sjálf vill hún ferðast um víðan hnött en heima bíður húsið læst. Vindbarin þjóð er nísk á skjólið. Um leið og okkar aumasti lyfjasmyglari stígur stóru tá í erlent fangelsi er okkur að mæta. En Sígauni sem selur gullhring úr plasti á húströppum á Selfossi er óðar snúinn niður og sendur úr landi. „Talsvert magn peninga fannst í fórum fólksins," var kveðjan sem fréttastofa Sjónvarps sendi hópnum sem tókst að plata gullkort úr plasti úr veskjum Sunnlendinga sumarið 2007. Kenýamaðurinn Paul Ramses virðist merkilegur um margt. Ungum sárnar honum ástandið í heimalandi sínu og ákveður að leggja sitt af mörkum: Vinnur uppbyggingarstarf, stofnar skóla, fræðir stúlkur um heimilisofbeldi... Frænka hans býr á Íslandi og þangað fer hann til ársdvalar. Hér kynnist hann fólki sem sinnir hjálparstarfi á vegum SÞ og ákveður að leggja því lið; gerist ómetanlegur tengill skrifstofustarfsins á Íslandi og vettvangsverka í Kenýa. Þá hellir hann sér út í stjórnmál, fer í framboð fyrir stjórnarandstöðuna, allt til að betra ástandið. Stjórnin svindlar í kosningum og í kjölfarið eru andstæðingar hennar hundeltir um allar sveitir. Framboðsfélagar Ramsesar finnast ýmist hvergi eða látnir. Íslendingar sem enn stunda hjálparstarf í Kenýa staðfesta að útsendarar ofbeldisstjórnar hafi komið í búðir þeirra í leit að Íslandsvininum Paul. Stuttu síðar tekst honum að flýja. Til Íslands. Ólétt eiginkona hans fylgir með. Nokkrum mánuðum síðar fæðir hún barn þeirra á Íslandi. Hvorugt þeirra er löglegt í landinu, og ekki barnið heldur. Það kom víst pappírslaust í heiminn. Hvað gera sveitabændur þá? Þeir taka reglu fram yfir rök og kýrin sú er skýr: Þeir sem hingað flýja eru sendir til baka. Því er Paul handtekinn og settur niður í næstu vél. Burt. Maðurinn sem hafði dvalið hér á landi heilan vetur og tekið þátt í íslensku hjálparstarfi fann hér enga hjálp þegar á reyndi. Ísland er ekki vinur allra Íslandsvina. Erum við gott fólk? Nú má vera að ofansögð „ævisaga" sé hreinn uppspuni eða stórlega ýkt af fjölmiðlum og bloggurum. Þó eru meiri líkur en minni á því að hún sé sönn. Er það ekki nóg? Áhættan sem fylgir því að taka hana trúanlega er svo miklu minni en mannslífin sem hugsanlega eru í hættu. Brottvísun Útlendingastofnunar á þeim óæskilega útlendingi Paul Ramses hefur nú verið kærð til dómsmálaráðherra. Björn Bjarnason hefur fengið málið í fangið. Hann á kost á því að sameina sundraða fjölskyldu og hugsanlega bjarga lífi flóttamanns sem nú er horfinn inn í það völundarhús sem ítalskt réttarkerfi er. (Fyrr mun blökkumaður klæðast ítölsku landsliðspeysunni en við öðlumst trú á ítalskt réttarfar.) íkisstjórnin öll á kost á því að bjarga andlitinu. Sínu jafnt sem okkar. Hún á að setja málið í forgang. Af öllum þeim vandamálum sem liggja á hennar borði eru víst ekki mörg sem varða líf og dauða. Við skorum á ykkur að bjarga Páli Ramses. Og heiðri Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Það var óstoltur Íslendingur sem sat úti í sólinni, horfði á norðlensk fjöll og hlustaði á kvöldfréttir Stöðvar 2 í liðinni viku. „Þeir komu bara, handtóku hann og fluttu hann burt. Nú veit ég ekkert hvenær eða hvort við sjáum hann aftur," sagði grátklökk kona á ensku með fjarlægum hreim. Í bakgrunni hjalaði nýfætt barn. Hér þurfti að leggja bæði eyrun við til að trúa því að fréttin væri íslensk. Því þetta viðtal var ekki tekið í sprengjurústum í Bagdad eða sveitaþorpi í Simbabve heldur í miðri höfuðborg Íslands sumarið 2008. Hér var komin ein af niðurlægingarstundum íslenskrar samtímasögu sem tyllti sér þegar hátt á Vondustundalistann, á milli allra krónufallanna og þess þegar Davíð dásamaði Íraksstríðið í afmælisboði hjá Bush. Lengi höfðum við skammast okkar fyrir dáðleysi ráðamanna í hælismálum þar sem einföld pólitík gildir í flóknum málum: Allir sem hægt er að senda burt eru sendir burt en hinir geymdir á hóteli í Keflavík. Jafnvel í fjögur ár ef þarf. Og "Útlendingastofnun" látin sjá um framkvæmd. (Ég er ekki að biðja um að nafni stofnunarinnar verði breytt í eitthvað PC-pirrandi skjallyrði eins og "Gestastofa", en hið forneskjulega heiti segir þó margt um viðhorf okkar í þessum málum.) Auðvitað þýðir ekki að bjóða upp á barnaskap í málefnum hælisleitenda og ólöglegra nýlanda. Einhverjar reglur verður að halda svo Reykjanesskaginn fyllist ekki af flóttamannahótelum en það er í þessu sem öðru; litla ríka þjóðartíkin í norðri er fremur þiggjandi en gefandi. Sjálf vill hún ferðast um víðan hnött en heima bíður húsið læst. Vindbarin þjóð er nísk á skjólið. Um leið og okkar aumasti lyfjasmyglari stígur stóru tá í erlent fangelsi er okkur að mæta. En Sígauni sem selur gullhring úr plasti á húströppum á Selfossi er óðar snúinn niður og sendur úr landi. „Talsvert magn peninga fannst í fórum fólksins," var kveðjan sem fréttastofa Sjónvarps sendi hópnum sem tókst að plata gullkort úr plasti úr veskjum Sunnlendinga sumarið 2007. Kenýamaðurinn Paul Ramses virðist merkilegur um margt. Ungum sárnar honum ástandið í heimalandi sínu og ákveður að leggja sitt af mörkum: Vinnur uppbyggingarstarf, stofnar skóla, fræðir stúlkur um heimilisofbeldi... Frænka hans býr á Íslandi og þangað fer hann til ársdvalar. Hér kynnist hann fólki sem sinnir hjálparstarfi á vegum SÞ og ákveður að leggja því lið; gerist ómetanlegur tengill skrifstofustarfsins á Íslandi og vettvangsverka í Kenýa. Þá hellir hann sér út í stjórnmál, fer í framboð fyrir stjórnarandstöðuna, allt til að betra ástandið. Stjórnin svindlar í kosningum og í kjölfarið eru andstæðingar hennar hundeltir um allar sveitir. Framboðsfélagar Ramsesar finnast ýmist hvergi eða látnir. Íslendingar sem enn stunda hjálparstarf í Kenýa staðfesta að útsendarar ofbeldisstjórnar hafi komið í búðir þeirra í leit að Íslandsvininum Paul. Stuttu síðar tekst honum að flýja. Til Íslands. Ólétt eiginkona hans fylgir með. Nokkrum mánuðum síðar fæðir hún barn þeirra á Íslandi. Hvorugt þeirra er löglegt í landinu, og ekki barnið heldur. Það kom víst pappírslaust í heiminn. Hvað gera sveitabændur þá? Þeir taka reglu fram yfir rök og kýrin sú er skýr: Þeir sem hingað flýja eru sendir til baka. Því er Paul handtekinn og settur niður í næstu vél. Burt. Maðurinn sem hafði dvalið hér á landi heilan vetur og tekið þátt í íslensku hjálparstarfi fann hér enga hjálp þegar á reyndi. Ísland er ekki vinur allra Íslandsvina. Erum við gott fólk? Nú má vera að ofansögð „ævisaga" sé hreinn uppspuni eða stórlega ýkt af fjölmiðlum og bloggurum. Þó eru meiri líkur en minni á því að hún sé sönn. Er það ekki nóg? Áhættan sem fylgir því að taka hana trúanlega er svo miklu minni en mannslífin sem hugsanlega eru í hættu. Brottvísun Útlendingastofnunar á þeim óæskilega útlendingi Paul Ramses hefur nú verið kærð til dómsmálaráðherra. Björn Bjarnason hefur fengið málið í fangið. Hann á kost á því að sameina sundraða fjölskyldu og hugsanlega bjarga lífi flóttamanns sem nú er horfinn inn í það völundarhús sem ítalskt réttarkerfi er. (Fyrr mun blökkumaður klæðast ítölsku landsliðspeysunni en við öðlumst trú á ítalskt réttarfar.) íkisstjórnin öll á kost á því að bjarga andlitinu. Sínu jafnt sem okkar. Hún á að setja málið í forgang. Af öllum þeim vandamálum sem liggja á hennar borði eru víst ekki mörg sem varða líf og dauða. Við skorum á ykkur að bjarga Páli Ramses. Og heiðri Íslands.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun