Tjáir sig um plötu Radiohead 14. október 2008 05:30 jane dyball Dyball mun greina frá mikilvægum upplýsingum varðandi útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control. Jane Dyball, sem er háttsett hjá útgáfufyrirtæki Radiohead, Warner Chapell Music, hefur í hyggju að greina frá nýjum upplýsingum um útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control, sem hefst á Íslandi á morgun. Mikil leynd hefur hvílt yfir útgáfu þessarar nýjustu plötu Radiohead, bæði hvernig staðið var að henni og hvernig hún hefur í raun selst. Platan var gefin út á netinu í lok síðasta árs og gátu aðdáendur sveitarinnar ráðið því hvort þeir borguðu fyrir hana, sem var algjör nýlunda á þeim tíma. Uppátækið vakti gríðarlega athygli á plötunni og er Dyball talin hafa átt hvað mestan heiðurinn að því. Að sögn Hauks S. Magnússonar, sem undirbýr ráðstefnuna, standa nú yfir samningaviðræður á milli Dyball og Warner Chappell Music um það hversu mikið hún má segja á ráðstefnunni. „Fólk hefur haft áhuga á að frétta hvernig að þessu var staðið," segir Haukur um In Rainbows-plötuna. „Hún ætlar að uppljóstra nýjum upplýsingum í ávarpi sínu á miðvikudaginn og það hefur rignt yfir okkur fyrirspurnum frá erlendu miðlunum sem ætla að gera þessu skil." Um tvö til þrjú hundruð manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem verður haldin á Hótel Sögu. Með ráðstefnunni vill Útflutningsráð íslenskrar tónlistar vekja athygli á nýjum viðskiptaháttum og miðlun á hvers kyns menningarefni. - fb Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Jane Dyball, sem er háttsett hjá útgáfufyrirtæki Radiohead, Warner Chapell Music, hefur í hyggju að greina frá nýjum upplýsingum um útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control, sem hefst á Íslandi á morgun. Mikil leynd hefur hvílt yfir útgáfu þessarar nýjustu plötu Radiohead, bæði hvernig staðið var að henni og hvernig hún hefur í raun selst. Platan var gefin út á netinu í lok síðasta árs og gátu aðdáendur sveitarinnar ráðið því hvort þeir borguðu fyrir hana, sem var algjör nýlunda á þeim tíma. Uppátækið vakti gríðarlega athygli á plötunni og er Dyball talin hafa átt hvað mestan heiðurinn að því. Að sögn Hauks S. Magnússonar, sem undirbýr ráðstefnuna, standa nú yfir samningaviðræður á milli Dyball og Warner Chappell Music um það hversu mikið hún má segja á ráðstefnunni. „Fólk hefur haft áhuga á að frétta hvernig að þessu var staðið," segir Haukur um In Rainbows-plötuna. „Hún ætlar að uppljóstra nýjum upplýsingum í ávarpi sínu á miðvikudaginn og það hefur rignt yfir okkur fyrirspurnum frá erlendu miðlunum sem ætla að gera þessu skil." Um tvö til þrjú hundruð manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem verður haldin á Hótel Sögu. Með ráðstefnunni vill Útflutningsráð íslenskrar tónlistar vekja athygli á nýjum viðskiptaháttum og miðlun á hvers kyns menningarefni. - fb
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira