Axlarbrot tafði frumsýningu 5. desember 2008 04:00 Tónlistarmenn peðsins við æfingar Leikstjóranum varð það á að nefna skoska leikritið sem leiddi til axlarbrots og frestun frumsýningar.fréttablaðið/anton „Já, við erum hérna nokkrir ógæfumenn á Grand Rokki að setja upp jólasýningu," segir Böggi, eða Björgúlfur Egilsson, tónlistarmaður með meiru. Hið einstæða leikfélag Peðið, sem á sér varnarþing á menningarbúllunni Grand Rokki, hefur að undanförnu verið að æfa sérstaka jólasýningu í leikstjórn Björns Guðlaugssonar. Stendur sýningin saman af tveimur leikþáttum: Litla stúlkan með eldspýturnar sem byggist á samnefndu ævintýri H.C. Andersen. „Já, í leikgerð Magnúsar gamla Péturssonar píanista. Og síðan er hitt Aðfangadagsmorgunn eftir Gunnar Gunnarsson sem kallar sig Gunnso," segir Böggi. Sjálfur annast hann tónlistarflutning ásamt þeim Jóakim Karlssyni og Einari Maack. „Já, eða Jóakim von Gustavsberg eins og hann er líka kallaður. Annars erum við 19 í allt og verður frumsýnt á sunnudaginn klukkan sex. Sýnt verður svo alla sunnudaga á aðventunni. Spurt er hvort það sé ekki misráðið að hafa sýningar á sunnudegi að teknu tilliti til þess sem Böggi segir að í leikhópnum séu ógæfumenn sem oft eru nú krumpaðir á hvíldardeginum. „Það er góð spurning. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að svara þessu," segir Böggi. Hann lýsir því að til hafi staðið að frumsýna fyrir viku en þá vildi ekki betur til en svo að leikstjóranum varð það á að nefna skoska leikritið. „Það var eins og við manninn mælt. Ein aðalleikkonan, Auður Birgisdóttir, datt í kjölfarið og axlarbrotnaði. Við urðum að fresta þessu um viku en erum fyrir vikið betur æfð. Auður er klár í slaginn." Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
„Já, við erum hérna nokkrir ógæfumenn á Grand Rokki að setja upp jólasýningu," segir Böggi, eða Björgúlfur Egilsson, tónlistarmaður með meiru. Hið einstæða leikfélag Peðið, sem á sér varnarþing á menningarbúllunni Grand Rokki, hefur að undanförnu verið að æfa sérstaka jólasýningu í leikstjórn Björns Guðlaugssonar. Stendur sýningin saman af tveimur leikþáttum: Litla stúlkan með eldspýturnar sem byggist á samnefndu ævintýri H.C. Andersen. „Já, í leikgerð Magnúsar gamla Péturssonar píanista. Og síðan er hitt Aðfangadagsmorgunn eftir Gunnar Gunnarsson sem kallar sig Gunnso," segir Böggi. Sjálfur annast hann tónlistarflutning ásamt þeim Jóakim Karlssyni og Einari Maack. „Já, eða Jóakim von Gustavsberg eins og hann er líka kallaður. Annars erum við 19 í allt og verður frumsýnt á sunnudaginn klukkan sex. Sýnt verður svo alla sunnudaga á aðventunni. Spurt er hvort það sé ekki misráðið að hafa sýningar á sunnudegi að teknu tilliti til þess sem Böggi segir að í leikhópnum séu ógæfumenn sem oft eru nú krumpaðir á hvíldardeginum. „Það er góð spurning. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að svara þessu," segir Böggi. Hann lýsir því að til hafi staðið að frumsýna fyrir viku en þá vildi ekki betur til en svo að leikstjóranum varð það á að nefna skoska leikritið. „Það var eins og við manninn mælt. Ein aðalleikkonan, Auður Birgisdóttir, datt í kjölfarið og axlarbrotnaði. Við urðum að fresta þessu um viku en erum fyrir vikið betur æfð. Auður er klár í slaginn."
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira