Gefa út Stjána saxófón 16. desember 2008 04:00 Hljómsveitin Pjetur og Úlfarnir hefur gefið út átta laga plötu. Hljómsveitin Pjetur og Úlfarnir hefur gefið út plötuna Pjetur og Úlfarnir 1978-1982. Hún hefur að geyma lög af tveimur fjögurra laga plötum sem sveitin gaf út á sínum tíma. Þar á meðal er lagið Stjáni saxófónn sem naut mikilla vinsælda. Hljómsveitin var stofnuð árið 1977 af fjórum nemendum í Menntaskólanum í Hamrahlíð, þeim Eggerti Pálssyni, Kjartani Ólafssyni, Kristjáni Sigmundarsyni og Pétri Jónassyni. Nokkru síðar bættist Haraldur Baldursson í hópinn. „Það eru þrjátíu ár síðan fyrri platan kom út. Við vorum að velta því fyrir okkur að það væri gaman að bjarga þessu á varanlegra form," segir Pétur. „Hún er alveg ófáanleg sú fyrri og það er líka erfitt að vita hvar hin er niðurkomin." Pjetur og Úlfarnir er enn starfandi þrátt fyrir að hún hafi ekki gefið út nýtt efni í háa herrans tíð. Inni á milli æfinga spilar Eggert með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Haraldur er flugstjóri, Kjartan er tónskáld, Kristján er forstöðumaður og Pétur er klassískur gítarleikari, búsettur á Spáni. „Við erum alltaf að spila annað slagið. Ef það er farið mjög vel að okkur þá spilum við stundum og þá finnst okkur alveg rosalega gaman," segir Pétur. - fb Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Pjetur og Úlfarnir hefur gefið út plötuna Pjetur og Úlfarnir 1978-1982. Hún hefur að geyma lög af tveimur fjögurra laga plötum sem sveitin gaf út á sínum tíma. Þar á meðal er lagið Stjáni saxófónn sem naut mikilla vinsælda. Hljómsveitin var stofnuð árið 1977 af fjórum nemendum í Menntaskólanum í Hamrahlíð, þeim Eggerti Pálssyni, Kjartani Ólafssyni, Kristjáni Sigmundarsyni og Pétri Jónassyni. Nokkru síðar bættist Haraldur Baldursson í hópinn. „Það eru þrjátíu ár síðan fyrri platan kom út. Við vorum að velta því fyrir okkur að það væri gaman að bjarga þessu á varanlegra form," segir Pétur. „Hún er alveg ófáanleg sú fyrri og það er líka erfitt að vita hvar hin er niðurkomin." Pjetur og Úlfarnir er enn starfandi þrátt fyrir að hún hafi ekki gefið út nýtt efni í háa herrans tíð. Inni á milli æfinga spilar Eggert með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Haraldur er flugstjóri, Kjartan er tónskáld, Kristján er forstöðumaður og Pétur er klassískur gítarleikari, búsettur á Spáni. „Við erum alltaf að spila annað slagið. Ef það er farið mjög vel að okkur þá spilum við stundum og þá finnst okkur alveg rosalega gaman," segir Pétur. - fb
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira