Harpa, symfón og gígja 18. júlí 2008 06:00 Örn Magnússon með eitt þeirra hljóðfæra sem þanið verður á sunnudag. Óvenjuleg tónlistardagskrá verður í boði í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudag, hinn 20. júlí klukkan 17. Það er hljómsveitin Spilmenn Ríkínís sem mun flytja íslensk þjóðlög fyrir tónleikagesti og með í för eru sjaldséð gömul íslensk hljóðfæri sem spennandi verður að sjá og heyra: langspil, harpa, symfón og gígja. Meðlimir Spilmanna Ríkínís eru þau Ásta Sigríður Arnardóttir, Halldór Bjarki Arnarson, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Sigursveinn Magnússon og Örn Magnússon. Þau eru klassískir tónlistarmenn, hinn ungi Halldór Bjarki er sérstaklega efnilegur og Marta, Örn og Sigursveinn eiga hvert um sig að baki langan og glæsilegan tónlistarferil. Tónlistarhópurinn Spilmenn Ríkínís á að baki nokkurra ára sögu. Hann var stofnaður í kringum flutning á íslenskri tónlist frá því um og eftir siðaskipti og til að flytja íslensk þjóðlög. Spilmenn Ríkínís hafa lagt á sig ærið erfiði við rannsóknir á fornri tónlistarhefð og tónlist fyrri alda á Íslandi. Síðasta haust voru Spilmenn við rannsóknir og vinnslu á nýju efni í Korsør í Danmörku og má heyra hluta af afrakstri þess tíma í kirkjunni á sunnudaginn. Í flutningi tónlistarmannanna felst endursköpun ævagamallar hefðar og falleg þjóðlög óma aftan úr öldum. Spilmenn leika á hljóðfæri þau sem vitað er að voru til hér á landi á þessum tíma. Á tónleikunum í Akureyrarkirkju á sunnudaginn syngja og leika Spilmenn úr prenti frá Hólum í Hjaltadal en einnig úr íslensku tónlistarhandritunum Melodia (1650) og Hymnodia Sacra (1742) auk íslenskra þjóðlaga úr safni séra Bjarna Þorsteinssonar. Ríkíní sá sem hópurinn kennir sig við var fyrsti tónlistarkennari sem sögur fara af á Íslandi og var hann kennari við Hólaskóla við stofnun hans árið 1106. Ríkíní var franskur og mikill „ástvinur" hins helga Jóns Ögmundssonar, biskups og skólastjóra. Tónleikarnir eru þeir þriðju í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Þeir standa yfir í klukkustund án hlés, aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Sumartónleikar á Norðurlandi hófust árið 1987 en upphafsmenn þeirra voru þau Margrét Bóasdóttir söngkona sem um þær mundir bjó að Grenjaðarstað í Aðaldal og Björn Steinar Sólbergsson, organisti við Akureyrarkirkju, sem hvort um sig var nýkomið úr löngu tónlistarnámi á erlendri grundu og vildu þau búa til farveg fyrir tónleikahald að sumri. Tónleikaröðin gekk í tólf farsæl ár, undir nafninu Sumartónleikar á Norðurlandi en heitir nú Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Í upphafi hófst samstarf með þremur kirkjum: á Húsavík, Reykjahlíð við Mývatn og á Akureyri. Fyrsta árið voru haldnir sex tónleikar í hverri kirkju og aðsóknin lofaði góðu. Skilningur á gildi sumartónleika jókst og þá höfðu fleiri kirkjur áhuga á samstarfi og umfangið jókst að sama skapi. Alls tóku 11 kirkjur þátt í Skagafjarðar-, Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslum. Orgelið í Akureyrarkirkju þykir vera eitt af bestu konsertorgelum landsins. Samstarf átti sér fljótt stað við Hallgrímskirkju í Reykjavík þar sem tónlistarmenn sem leika í tónleikaröðinni „Alþjóðlegt orgelsumar" leika einnig í Akureyrarkirkju. Sumartónleikar á Norðurlandi áttu í nokkur ár fulltrúa í níu manna fulltrúaráði Tónlistarráðs Íslands, en það eru samtök rúmlega 50 aðildarfélaga sem tengjast tónlist og tónlistariðkun. Samstarf við Listasumar á Akureyri hefur verið frá 1993. pbb@frettabladid.is Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Óvenjuleg tónlistardagskrá verður í boði í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudag, hinn 20. júlí klukkan 17. Það er hljómsveitin Spilmenn Ríkínís sem mun flytja íslensk þjóðlög fyrir tónleikagesti og með í för eru sjaldséð gömul íslensk hljóðfæri sem spennandi verður að sjá og heyra: langspil, harpa, symfón og gígja. Meðlimir Spilmanna Ríkínís eru þau Ásta Sigríður Arnardóttir, Halldór Bjarki Arnarson, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Sigursveinn Magnússon og Örn Magnússon. Þau eru klassískir tónlistarmenn, hinn ungi Halldór Bjarki er sérstaklega efnilegur og Marta, Örn og Sigursveinn eiga hvert um sig að baki langan og glæsilegan tónlistarferil. Tónlistarhópurinn Spilmenn Ríkínís á að baki nokkurra ára sögu. Hann var stofnaður í kringum flutning á íslenskri tónlist frá því um og eftir siðaskipti og til að flytja íslensk þjóðlög. Spilmenn Ríkínís hafa lagt á sig ærið erfiði við rannsóknir á fornri tónlistarhefð og tónlist fyrri alda á Íslandi. Síðasta haust voru Spilmenn við rannsóknir og vinnslu á nýju efni í Korsør í Danmörku og má heyra hluta af afrakstri þess tíma í kirkjunni á sunnudaginn. Í flutningi tónlistarmannanna felst endursköpun ævagamallar hefðar og falleg þjóðlög óma aftan úr öldum. Spilmenn leika á hljóðfæri þau sem vitað er að voru til hér á landi á þessum tíma. Á tónleikunum í Akureyrarkirkju á sunnudaginn syngja og leika Spilmenn úr prenti frá Hólum í Hjaltadal en einnig úr íslensku tónlistarhandritunum Melodia (1650) og Hymnodia Sacra (1742) auk íslenskra þjóðlaga úr safni séra Bjarna Þorsteinssonar. Ríkíní sá sem hópurinn kennir sig við var fyrsti tónlistarkennari sem sögur fara af á Íslandi og var hann kennari við Hólaskóla við stofnun hans árið 1106. Ríkíní var franskur og mikill „ástvinur" hins helga Jóns Ögmundssonar, biskups og skólastjóra. Tónleikarnir eru þeir þriðju í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Þeir standa yfir í klukkustund án hlés, aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Sumartónleikar á Norðurlandi hófust árið 1987 en upphafsmenn þeirra voru þau Margrét Bóasdóttir söngkona sem um þær mundir bjó að Grenjaðarstað í Aðaldal og Björn Steinar Sólbergsson, organisti við Akureyrarkirkju, sem hvort um sig var nýkomið úr löngu tónlistarnámi á erlendri grundu og vildu þau búa til farveg fyrir tónleikahald að sumri. Tónleikaröðin gekk í tólf farsæl ár, undir nafninu Sumartónleikar á Norðurlandi en heitir nú Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Í upphafi hófst samstarf með þremur kirkjum: á Húsavík, Reykjahlíð við Mývatn og á Akureyri. Fyrsta árið voru haldnir sex tónleikar í hverri kirkju og aðsóknin lofaði góðu. Skilningur á gildi sumartónleika jókst og þá höfðu fleiri kirkjur áhuga á samstarfi og umfangið jókst að sama skapi. Alls tóku 11 kirkjur þátt í Skagafjarðar-, Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslum. Orgelið í Akureyrarkirkju þykir vera eitt af bestu konsertorgelum landsins. Samstarf átti sér fljótt stað við Hallgrímskirkju í Reykjavík þar sem tónlistarmenn sem leika í tónleikaröðinni „Alþjóðlegt orgelsumar" leika einnig í Akureyrarkirkju. Sumartónleikar á Norðurlandi áttu í nokkur ár fulltrúa í níu manna fulltrúaráði Tónlistarráðs Íslands, en það eru samtök rúmlega 50 aðildarfélaga sem tengjast tónlist og tónlistariðkun. Samstarf við Listasumar á Akureyri hefur verið frá 1993. pbb@frettabladid.is
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira