Norðlægar borgir 13. desember 2008 06:00 Ein mynda Atla úr ferðalagi hans um norðlægar borgir mynd ljósmyndasafn reykjavíkur/ Atli Heimir Hafsteinsson Í dag opnar Atli Heimir Hafsteinsson ljósmyndasýningu í Skotinu hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Atli var í hópi ungra norrænna ljósmyndara sem valdir voru til þess að taka þátt í verkefninu North-ern Cities Project - skipulagt af Norrænu ljósmyndamiðstöðinni í Oulu, Finnlandi. Markmið verkefnisins var að fanga anda sex norðlægra borga í Skandinavíu og Rússlandi árið 2004. Listamennirnir fengu frjálsar hendur og ferðuðust milli borganna Tromsö í Noregi, Oulu og Tornio í Finnlandi, Murmansk og Syktivar í Rússlandi og Happaranda í Svíþjóð í leit að myndefni. Verkefnið endaði svo í sýningu sem sýnd var víðs vegar í Skandinavíu árið 2005. Það er því Ljósmyndasafni Reykjavíkur sérstakur heiður að frumsýna efnið á Íslandi. Sýningin í Skotinu er hluti af þessu verkefni Atla og má þar sjá afrakstur vinnu hans við að ferðast til ofangreindra borga, banka upp á hjá fólki og fá það til að sitja fyrir á ljósmyndum. Tilgangur hans var að draga upp raunsæja mynd af fólkinu og þeirra híbýlum í hverri borg fyrir sig og ná þannig fram persónulegri sýn á menningu þjóðanna. Sýningin skiptist í tvo hluta. Annars vegar í myndvarpasýningu þar sem má sjá fólkið fyrir framan heimili sín og hins vegar sýningu á verkum á vegg, sem Atli skilgreinir sem eins konar tilraun til þess að lýsa borg í einni mynd. Atli Már Hafsteinsson hefur á undanförnum árum unnið sem auglýsingaljósmyndari á Íslandi og má sjá dæmi af þeirri starfsemi hans á síðunni www.dund.is. Atli lærði ljósmyndun hjá Kristjáni Pétri Guðnasyni í Skyggnu-Myndverk og hefur sýnt víðs vegar bæði innanlands og utan. - pbb Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í dag opnar Atli Heimir Hafsteinsson ljósmyndasýningu í Skotinu hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Atli var í hópi ungra norrænna ljósmyndara sem valdir voru til þess að taka þátt í verkefninu North-ern Cities Project - skipulagt af Norrænu ljósmyndamiðstöðinni í Oulu, Finnlandi. Markmið verkefnisins var að fanga anda sex norðlægra borga í Skandinavíu og Rússlandi árið 2004. Listamennirnir fengu frjálsar hendur og ferðuðust milli borganna Tromsö í Noregi, Oulu og Tornio í Finnlandi, Murmansk og Syktivar í Rússlandi og Happaranda í Svíþjóð í leit að myndefni. Verkefnið endaði svo í sýningu sem sýnd var víðs vegar í Skandinavíu árið 2005. Það er því Ljósmyndasafni Reykjavíkur sérstakur heiður að frumsýna efnið á Íslandi. Sýningin í Skotinu er hluti af þessu verkefni Atla og má þar sjá afrakstur vinnu hans við að ferðast til ofangreindra borga, banka upp á hjá fólki og fá það til að sitja fyrir á ljósmyndum. Tilgangur hans var að draga upp raunsæja mynd af fólkinu og þeirra híbýlum í hverri borg fyrir sig og ná þannig fram persónulegri sýn á menningu þjóðanna. Sýningin skiptist í tvo hluta. Annars vegar í myndvarpasýningu þar sem má sjá fólkið fyrir framan heimili sín og hins vegar sýningu á verkum á vegg, sem Atli skilgreinir sem eins konar tilraun til þess að lýsa borg í einni mynd. Atli Már Hafsteinsson hefur á undanförnum árum unnið sem auglýsingaljósmyndari á Íslandi og má sjá dæmi af þeirri starfsemi hans á síðunni www.dund.is. Atli lærði ljósmyndun hjá Kristjáni Pétri Guðnasyni í Skyggnu-Myndverk og hefur sýnt víðs vegar bæði innanlands og utan. - pbb
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira