Jólaóratorían á morgun 5. desember 2008 06:00 Jólaguðspjallið túlkað af guðlegum innblæstri Bach. Dómkórinn verður í stuði á morgun. fréttablaðið/ Á morgun verða tónleikar í Langholtskirkju þar sem Dómkórinn í Reykjavík, ásamt tuttugu og fimm manna hljómsveit og einsöngvurum, flytur þrjár af kantötum Jóhanns Sebastian Bach úr einu af hans helgu verkum, Jólaóratoríunni. Jólaóratorían hefur glatt hjörtu tónlistarunnenda um langan aldur, enda eitt höfuðverka síðbarokksins. Verkið inniber sex kantötur sem Bach samdi undir árslok 1734. Hann var á fimmtugasta aldursári. Kantöturnar sex skyldi flytja á jóladag, annan dag jóla, þriðja í jólum, nýársdag, fyrsta sunnudag í nýári og þá síðustu á þrettándanum. Verkið var frumflutt í Nikulásarkirkjunni í Leipzig og endurflutt sömu daga í Tómasarkirkjunni. Jólaóratorían er vissulega mikið stórvirki og oft talin ein glæsilegasta tónsmíð barokktímans, ef ekki allrar tónlistarsögunnar, en tónskáldið stytti sér leið við tónsmíðina: Óratorían er að verulegu leyti samsett úr fyrri verkum sem voru mörg veraldleg. Þar eru oftast nefndar til tvær kantötur sem samdar voru árið 1733 í tilefni af afmælum kóngafólks í Saxlandi og sú þriðja var samin í október 1734 þegar Ágúst III Póllandskonungur var settur inn í embætti kjörfursta af Saxlandi. Einnig er talið að Bach hafi seilst til annarra verka sem nú séu glötuð. Kórlögin eru útsetningar Bachs á sálmalögum sem sungin voru í þýskum kirkjum og eiga sum hver rætur að rekja til daga Marteins Lúters sem innleiddi kórsöng sem söfnuðurinn gat tekið undir með. Eftir að Jólaóratorían varð heyrinkunn hafa mörg þessara laga ratað í sálmabækur víða um heim og í mörgum kirkjudeildum, jafnt mótmælenda sem kaþólikka, og nokkur hafa verið sungin hér á landi um langa hríð. Meðal sálma sem við þekkjum eru: Af himnum ofan boðskap ber og Ó, höfuð dreyra drifið. Textarnir við þessi kórlög eru einnig frá ýmsum tímum, einhverjir þeirra eftir kirkjuföðurinn og Bach sjálfan. Jólaoratorían var fyrst flutt hér á landi 1964 sem hluti af hinni mikilvægu endurreisn stórra kórverka sem Ingólfur Guðbrandsson stóð fyrir með hinum stranga skóla Pólýfónkórsins. Stóð hann fyrir flutningi verksins í fjórgang. Hefur það síðan hljómað oft, meðal annars af röddum Kórs Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Verkið er ekki samið til þess að vera flutt í heilu lagi enda í lengra lagi fyrir slíkan flutning, vel á þriðju klukkustund að lengd. Eflaust er það sums staðar flutt með sama hætti og í Leipzig á dögum Bachs en algengara er þó að verkinu sé skipt í tvennt, þrjár kantötur fluttar í senn. Og þá nýtur fyrri hlutinn meiri vinsælda en sá síðari. Þannig er það hjá Dómkórnum. Hann flytur þrjár fyrstu kantöturnar í Langholtskirkju á morgun, laugardaginn 6. desember – Nikulásarmessu – kl. 17 með liðsinni einvalaliðs. Einsöngvarar eru Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir alt, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Bergþór Pálsson bassi. Auk þess er 25 manna hljómsveit, allt saman undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorganista. pbb@frettabladid.is Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Á morgun verða tónleikar í Langholtskirkju þar sem Dómkórinn í Reykjavík, ásamt tuttugu og fimm manna hljómsveit og einsöngvurum, flytur þrjár af kantötum Jóhanns Sebastian Bach úr einu af hans helgu verkum, Jólaóratoríunni. Jólaóratorían hefur glatt hjörtu tónlistarunnenda um langan aldur, enda eitt höfuðverka síðbarokksins. Verkið inniber sex kantötur sem Bach samdi undir árslok 1734. Hann var á fimmtugasta aldursári. Kantöturnar sex skyldi flytja á jóladag, annan dag jóla, þriðja í jólum, nýársdag, fyrsta sunnudag í nýári og þá síðustu á þrettándanum. Verkið var frumflutt í Nikulásarkirkjunni í Leipzig og endurflutt sömu daga í Tómasarkirkjunni. Jólaóratorían er vissulega mikið stórvirki og oft talin ein glæsilegasta tónsmíð barokktímans, ef ekki allrar tónlistarsögunnar, en tónskáldið stytti sér leið við tónsmíðina: Óratorían er að verulegu leyti samsett úr fyrri verkum sem voru mörg veraldleg. Þar eru oftast nefndar til tvær kantötur sem samdar voru árið 1733 í tilefni af afmælum kóngafólks í Saxlandi og sú þriðja var samin í október 1734 þegar Ágúst III Póllandskonungur var settur inn í embætti kjörfursta af Saxlandi. Einnig er talið að Bach hafi seilst til annarra verka sem nú séu glötuð. Kórlögin eru útsetningar Bachs á sálmalögum sem sungin voru í þýskum kirkjum og eiga sum hver rætur að rekja til daga Marteins Lúters sem innleiddi kórsöng sem söfnuðurinn gat tekið undir með. Eftir að Jólaóratorían varð heyrinkunn hafa mörg þessara laga ratað í sálmabækur víða um heim og í mörgum kirkjudeildum, jafnt mótmælenda sem kaþólikka, og nokkur hafa verið sungin hér á landi um langa hríð. Meðal sálma sem við þekkjum eru: Af himnum ofan boðskap ber og Ó, höfuð dreyra drifið. Textarnir við þessi kórlög eru einnig frá ýmsum tímum, einhverjir þeirra eftir kirkjuföðurinn og Bach sjálfan. Jólaoratorían var fyrst flutt hér á landi 1964 sem hluti af hinni mikilvægu endurreisn stórra kórverka sem Ingólfur Guðbrandsson stóð fyrir með hinum stranga skóla Pólýfónkórsins. Stóð hann fyrir flutningi verksins í fjórgang. Hefur það síðan hljómað oft, meðal annars af röddum Kórs Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Verkið er ekki samið til þess að vera flutt í heilu lagi enda í lengra lagi fyrir slíkan flutning, vel á þriðju klukkustund að lengd. Eflaust er það sums staðar flutt með sama hætti og í Leipzig á dögum Bachs en algengara er þó að verkinu sé skipt í tvennt, þrjár kantötur fluttar í senn. Og þá nýtur fyrri hlutinn meiri vinsælda en sá síðari. Þannig er það hjá Dómkórnum. Hann flytur þrjár fyrstu kantöturnar í Langholtskirkju á morgun, laugardaginn 6. desember – Nikulásarmessu – kl. 17 með liðsinni einvalaliðs. Einsöngvarar eru Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir alt, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Bergþór Pálsson bassi. Auk þess er 25 manna hljómsveit, allt saman undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorganista. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira