Mynd um fatlaða uppistandara 13. nóvember 2008 05:30 Hjólastólasveitin er skipuð Ágústu Skúladóttur, Ásu Hildi Guðjónsdóttur, Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur, Guðríði Ólafsdóttur, Erni Sigurðssyni og Leifi Leifssyni. fréttablaðið/arnþór Leikstjórinn Ágústa Skúladóttir undirbýr nú heimildarmynd um uppistandshópinn Hjólastólasveitina, sem hefur vakið mikla athygli síðan hann var stofnaður fyrir einu ári. Hópurinn, sem hefur skemmt í mörgum bæjarfélögum, hefur sett stefnuna á ferð um landið þar sem heimildarmyndin verður tekin upp í leiðinni. „Þegar við vorum á Akureyri lentum við í mörgum ævintýrum. Við vorum með okkar eigin „vasakameru" og þar kom á daginn að það væri ofboðslega mikið efni sem myndi fylgja okkur," segir Ágústa. Ein uppákoman sem hópurinn lenti í var þegar hann ætlaði út að borða. „Þar voru fjórir veitingastaðir og einn þeirra var með stærsta klósettið fyrir fatlaða á landinu en hjólastólarnir komust ekki inn á veitingastaðinn. Á öðrum komumst við inn en þar var ekki góð klósettaðstaða. Síðan þar sem bæði atriðin voru í lagi var dýrasti veitingastaðurinn," segir hún. Hentaði það vitaskuld illa fyrir öryrkjana sem hafa jafnan lítið fé á milli handanna. Ágústa segir að uppistandararnir fjalli um allt á milli himins og jarðar og séu síður en svo að barma sér. „Þetta er kolsvartur húmor og hárbeittur. Þau gera mikið grín að sér og sínu lífi enda þarf fólk að halda í húmorinn á öllum tímum til að þrauka, ekki síst nú til dags." Næsta uppistand Hjólastólasveitarinnar verður í Iðnó á sunnudagskvöld klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan átta og er miðaverð 1.000 krónur. - fb Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikstjórinn Ágústa Skúladóttir undirbýr nú heimildarmynd um uppistandshópinn Hjólastólasveitina, sem hefur vakið mikla athygli síðan hann var stofnaður fyrir einu ári. Hópurinn, sem hefur skemmt í mörgum bæjarfélögum, hefur sett stefnuna á ferð um landið þar sem heimildarmyndin verður tekin upp í leiðinni. „Þegar við vorum á Akureyri lentum við í mörgum ævintýrum. Við vorum með okkar eigin „vasakameru" og þar kom á daginn að það væri ofboðslega mikið efni sem myndi fylgja okkur," segir Ágústa. Ein uppákoman sem hópurinn lenti í var þegar hann ætlaði út að borða. „Þar voru fjórir veitingastaðir og einn þeirra var með stærsta klósettið fyrir fatlaða á landinu en hjólastólarnir komust ekki inn á veitingastaðinn. Á öðrum komumst við inn en þar var ekki góð klósettaðstaða. Síðan þar sem bæði atriðin voru í lagi var dýrasti veitingastaðurinn," segir hún. Hentaði það vitaskuld illa fyrir öryrkjana sem hafa jafnan lítið fé á milli handanna. Ágústa segir að uppistandararnir fjalli um allt á milli himins og jarðar og séu síður en svo að barma sér. „Þetta er kolsvartur húmor og hárbeittur. Þau gera mikið grín að sér og sínu lífi enda þarf fólk að halda í húmorinn á öllum tímum til að þrauka, ekki síst nú til dags." Næsta uppistand Hjólastólasveitarinnar verður í Iðnó á sunnudagskvöld klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan átta og er miðaverð 1.000 krónur. - fb
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira