Náttsöngvar í Skálholti 10. júlí 2008 06:00 Skálholtskirkja Hýsir áhugaverða tónleika í kvöld og um helgina. Tónlistarhátíðin í Skálholti heldur áfram með glæsilegu tónleikahaldi. Sönghópurinn Hljómeyki treður upp í kirkjunni í kvöld kl. 20 og verður þá mikið um dýrðir. Hópurinn flytur Náttsöngva Rachmaninovs, en um er að ræða eitt af sannkölluðum stórvirkjum tónbókmenntanna. Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson, en eins og lesendur Fréttablaðsins muna væntanlega stýrði hann söngvurunum til sigurs í kórakeppni í Frakklandi nú í vor. Tónleikarnir eru tvískiptir og eftir hlé mun þýski Ishum-kvartettinn flytja strengjakvartett eftir Giuseppe Verdi. Ishum-kvartettinn skipa Lisa Immer og Elfa Rún Kristinsdóttir á fiðlur, Adam Römer á víólu og Michael Römer á selló. Staðartónskáld Sumartónleika í Skálholti að þessu sinni er Sveinn Lúðvík Björnsson, en á laugardag kl. 14 flytja Ishum-kvartettinn, Hljómeyki, Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari nokkur verk eftir Svein, en jafnframt verður frumflutt nýtt verk sem nefnist Missa brevis. Seinna sama dag, kl. 17, leikur Ishum-kvartettinn verk eftir Luigi Boccherini, Giovanni Sollima og W.A. Mozart. Á sunnudag kl. 15 kemur Ishum-kvartettinni enn einu sinni fram og leikur þá tónlist eftir W.A. Mozart, Heinz Holliger og Ludwig van Beethoven. Missa brevis verður svo endurflutt í guðsþjónustu í kirkjunni kl. 17 á sunnudag.- vþ Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarhátíðin í Skálholti heldur áfram með glæsilegu tónleikahaldi. Sönghópurinn Hljómeyki treður upp í kirkjunni í kvöld kl. 20 og verður þá mikið um dýrðir. Hópurinn flytur Náttsöngva Rachmaninovs, en um er að ræða eitt af sannkölluðum stórvirkjum tónbókmenntanna. Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson, en eins og lesendur Fréttablaðsins muna væntanlega stýrði hann söngvurunum til sigurs í kórakeppni í Frakklandi nú í vor. Tónleikarnir eru tvískiptir og eftir hlé mun þýski Ishum-kvartettinn flytja strengjakvartett eftir Giuseppe Verdi. Ishum-kvartettinn skipa Lisa Immer og Elfa Rún Kristinsdóttir á fiðlur, Adam Römer á víólu og Michael Römer á selló. Staðartónskáld Sumartónleika í Skálholti að þessu sinni er Sveinn Lúðvík Björnsson, en á laugardag kl. 14 flytja Ishum-kvartettinn, Hljómeyki, Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari nokkur verk eftir Svein, en jafnframt verður frumflutt nýtt verk sem nefnist Missa brevis. Seinna sama dag, kl. 17, leikur Ishum-kvartettinn verk eftir Luigi Boccherini, Giovanni Sollima og W.A. Mozart. Á sunnudag kl. 15 kemur Ishum-kvartettinni enn einu sinni fram og leikur þá tónlist eftir W.A. Mozart, Heinz Holliger og Ludwig van Beethoven. Missa brevis verður svo endurflutt í guðsþjónustu í kirkjunni kl. 17 á sunnudag.- vþ
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira