Það sem ekki má Hallgrímur Helgason skrifar 21. júní 2008 08:00 Það má ekki tala um ESB og ekki harma gengisfallið fé og ekki skipta um stjórann sem situr uppí banka á myntinni sem gerir alla blanka. Það má ekki minnast neitt á Baug og ekki vekja eftirlaunadraug. Og ekki tala um strákinn með bláu axlaböndin né ráðherrann sem kyssir enn á vöndinn. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. Það má ekki tala um Óla f*** og sundurleitan borgarstjórnarflokk og ekki spyrja Gísla hvort hann ætli í spyrnu um borgarstjórastól við Hönnu Birnu. Það má ekki blogga seint um nótt, í stjórnarhúsi allt skal vera hljótt. Að bíða útá tröppum með mæk er algjört nó-nó því spyrja Geir um fjármálin er dónó. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. (lag: Það má ekki pissa bakvið hurð… e. Sveinbjörn I. Baldvinsson) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun
Það má ekki tala um ESB og ekki harma gengisfallið fé og ekki skipta um stjórann sem situr uppí banka á myntinni sem gerir alla blanka. Það má ekki minnast neitt á Baug og ekki vekja eftirlaunadraug. Og ekki tala um strákinn með bláu axlaböndin né ráðherrann sem kyssir enn á vöndinn. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. Það má ekki tala um Óla f*** og sundurleitan borgarstjórnarflokk og ekki spyrja Gísla hvort hann ætli í spyrnu um borgarstjórastól við Hönnu Birnu. Það má ekki blogga seint um nótt, í stjórnarhúsi allt skal vera hljótt. Að bíða útá tröppum með mæk er algjört nó-nó því spyrja Geir um fjármálin er dónó. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. (lag: Það má ekki pissa bakvið hurð… e. Sveinbjörn I. Baldvinsson)