Íslenski boltinn

Valur meistari meistaranna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pálmi Rafn Pálmason og Daníel Hjaltason eru hér Davíð Þór Viðarssyni til varnar.
Pálmi Rafn Pálmason og Daníel Hjaltason eru hér Davíð Þór Viðarssyni til varnar. Mynd/Anton

Pálmi Rafn Pálmason skoraði tvívegis er Íslandsmeistarar Vals unnu 2-1 sigur á bikarmeisturum FH í árlegri Meistarakeppni KSÍ.

Atli Viðar Björnsson kom FH yfir strax á fjórðu mínútu leiksins en Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin á sextándu mínútu leiksins með glæsilegu langskoti.

Staðan var jöfn í hálfleik en á 63. mínútu skoraði Pálmi Rafn öðru sinni fyrir Val með skalla eftir hornspyrnu. Það urðu lokatölur leiksins.

Fylgst var með leiknum hér á Vísi en hann var í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að opna Boltavaktina.



Meistarakeppni KSÍ
: Valur - FH

FH hefur titil að verja en liðið vann Keflavík í fyrra með einu marki gegn engu. FH vann titilinn einnig árið 2005 en Valur árið 2006.

Landsbankadeild karla hefst á laugardaginn kemur en á miðvikudaginn verður kunngjörð árleg spá um lokastöðu liða í deildinni.

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins verða á öllum leikjum sumarsins í Landsbankadeild karla. Þá verður fylgst með leikjum á síðari stigum bikarkeppninnar.

Á fimmtudaginn varð Valur Lengjubikarmeistari karla eftir 4-1 sigur á Fram í úrslitum. Það má lesa lýsingu Boltavaktarinnar frá þeim leik með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Lengjubikarkeppni karla: Fram - Valur 1-4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×