Bull og vitleysa um heilbrigðismál Óli Tynes skrifar 29. apríl 2008 16:31 Kaffi hægir ekki á vexti. MYND/Reallynatural.com Það er margt skrifað í kellingabækur. Um alla skapaða hluti. Árum og jafnvel öldum saman hefur fólki verið talin trú um allskonar vitleysu. Til dæmis um heilbrigðismál. Skoðum dæmi. Þú færð gigt af því að láta smella í fingraliðum. Það finnst mörgum slakandi að beygja fingur sína og láta smella í liðunum. Það losar líka um endorfín og getur næstum orðið vanabindandi. Það getur hinsvegar farið í taugarnar á öðrum og hefur kannski leitt til ofanritaðrar fullyrðingar. En hún er tóm tjara. Tyggigúmmí er sjö ár í maganum Nei. Tyggigúmmí er að mestu leyti úr tveim efnum. Sykri og einskonar gúmmíi. Það fyrrnefnda leysir líkaminn upp en hið síðara endar í klósettinu. Þú eyðileggur í þér augun við að sitja of nálægt sjónvarpi Þetta er svo gömul saga að ömmu var sögð hún. Hún hefur kannski átt við einhver rök að styðjast þá, því útgeislunin frá skjánum var meiri. En það gerir þér ekkert mein í dag. Þú kvefast ef þér verður kalt Það er vírus sem veldur kvefi. Á veturna erum við meira innandyra og höfum gluggana meira lokaða. Það eru kjöraðstæður fyrir vírusa. Þessvegna kvefumst við oftar á veturna. Kaffi hamlar vexti Sumir foreldrar hafa notað þetta til þess að halda börnum sínum frá kaffibollanum. En þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það þýðir ekki að kaffi sé hollt fyrir börn. Of mikið koffín getur verið vanabindandi og gert börn óróleg. Ef þú borðar gulrætur sérðu betur á nóttunni Mömmur finna margar skemmtilegar leiðir til þess að fá börnin til að borða grænmeti. Gulrætur innihalda A-vítamín sem eru góð fyrir sjónina. En lengra nær það ekki. Ekki synda í klukkutíma eftir að þú hefur borðað Það er tómt bull að fólk fái krampa ef það fer í sund strax eftir mat. Þú getur orðið blind(ur) af sjálfsfróun. Tóm tjara. (Sjúkk) Erlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Það er margt skrifað í kellingabækur. Um alla skapaða hluti. Árum og jafnvel öldum saman hefur fólki verið talin trú um allskonar vitleysu. Til dæmis um heilbrigðismál. Skoðum dæmi. Þú færð gigt af því að láta smella í fingraliðum. Það finnst mörgum slakandi að beygja fingur sína og láta smella í liðunum. Það losar líka um endorfín og getur næstum orðið vanabindandi. Það getur hinsvegar farið í taugarnar á öðrum og hefur kannski leitt til ofanritaðrar fullyrðingar. En hún er tóm tjara. Tyggigúmmí er sjö ár í maganum Nei. Tyggigúmmí er að mestu leyti úr tveim efnum. Sykri og einskonar gúmmíi. Það fyrrnefnda leysir líkaminn upp en hið síðara endar í klósettinu. Þú eyðileggur í þér augun við að sitja of nálægt sjónvarpi Þetta er svo gömul saga að ömmu var sögð hún. Hún hefur kannski átt við einhver rök að styðjast þá, því útgeislunin frá skjánum var meiri. En það gerir þér ekkert mein í dag. Þú kvefast ef þér verður kalt Það er vírus sem veldur kvefi. Á veturna erum við meira innandyra og höfum gluggana meira lokaða. Það eru kjöraðstæður fyrir vírusa. Þessvegna kvefumst við oftar á veturna. Kaffi hamlar vexti Sumir foreldrar hafa notað þetta til þess að halda börnum sínum frá kaffibollanum. En þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það þýðir ekki að kaffi sé hollt fyrir börn. Of mikið koffín getur verið vanabindandi og gert börn óróleg. Ef þú borðar gulrætur sérðu betur á nóttunni Mömmur finna margar skemmtilegar leiðir til þess að fá börnin til að borða grænmeti. Gulrætur innihalda A-vítamín sem eru góð fyrir sjónina. En lengra nær það ekki. Ekki synda í klukkutíma eftir að þú hefur borðað Það er tómt bull að fólk fái krampa ef það fer í sund strax eftir mat. Þú getur orðið blind(ur) af sjálfsfróun. Tóm tjara. (Sjúkk)
Erlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira