Bull og vitleysa um heilbrigðismál Óli Tynes skrifar 29. apríl 2008 16:31 Kaffi hægir ekki á vexti. MYND/Reallynatural.com Það er margt skrifað í kellingabækur. Um alla skapaða hluti. Árum og jafnvel öldum saman hefur fólki verið talin trú um allskonar vitleysu. Til dæmis um heilbrigðismál. Skoðum dæmi. Þú færð gigt af því að láta smella í fingraliðum. Það finnst mörgum slakandi að beygja fingur sína og láta smella í liðunum. Það losar líka um endorfín og getur næstum orðið vanabindandi. Það getur hinsvegar farið í taugarnar á öðrum og hefur kannski leitt til ofanritaðrar fullyrðingar. En hún er tóm tjara. Tyggigúmmí er sjö ár í maganum Nei. Tyggigúmmí er að mestu leyti úr tveim efnum. Sykri og einskonar gúmmíi. Það fyrrnefnda leysir líkaminn upp en hið síðara endar í klósettinu. Þú eyðileggur í þér augun við að sitja of nálægt sjónvarpi Þetta er svo gömul saga að ömmu var sögð hún. Hún hefur kannski átt við einhver rök að styðjast þá, því útgeislunin frá skjánum var meiri. En það gerir þér ekkert mein í dag. Þú kvefast ef þér verður kalt Það er vírus sem veldur kvefi. Á veturna erum við meira innandyra og höfum gluggana meira lokaða. Það eru kjöraðstæður fyrir vírusa. Þessvegna kvefumst við oftar á veturna. Kaffi hamlar vexti Sumir foreldrar hafa notað þetta til þess að halda börnum sínum frá kaffibollanum. En þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það þýðir ekki að kaffi sé hollt fyrir börn. Of mikið koffín getur verið vanabindandi og gert börn óróleg. Ef þú borðar gulrætur sérðu betur á nóttunni Mömmur finna margar skemmtilegar leiðir til þess að fá börnin til að borða grænmeti. Gulrætur innihalda A-vítamín sem eru góð fyrir sjónina. En lengra nær það ekki. Ekki synda í klukkutíma eftir að þú hefur borðað Það er tómt bull að fólk fái krampa ef það fer í sund strax eftir mat. Þú getur orðið blind(ur) af sjálfsfróun. Tóm tjara. (Sjúkk) Erlent Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Það er margt skrifað í kellingabækur. Um alla skapaða hluti. Árum og jafnvel öldum saman hefur fólki verið talin trú um allskonar vitleysu. Til dæmis um heilbrigðismál. Skoðum dæmi. Þú færð gigt af því að láta smella í fingraliðum. Það finnst mörgum slakandi að beygja fingur sína og láta smella í liðunum. Það losar líka um endorfín og getur næstum orðið vanabindandi. Það getur hinsvegar farið í taugarnar á öðrum og hefur kannski leitt til ofanritaðrar fullyrðingar. En hún er tóm tjara. Tyggigúmmí er sjö ár í maganum Nei. Tyggigúmmí er að mestu leyti úr tveim efnum. Sykri og einskonar gúmmíi. Það fyrrnefnda leysir líkaminn upp en hið síðara endar í klósettinu. Þú eyðileggur í þér augun við að sitja of nálægt sjónvarpi Þetta er svo gömul saga að ömmu var sögð hún. Hún hefur kannski átt við einhver rök að styðjast þá, því útgeislunin frá skjánum var meiri. En það gerir þér ekkert mein í dag. Þú kvefast ef þér verður kalt Það er vírus sem veldur kvefi. Á veturna erum við meira innandyra og höfum gluggana meira lokaða. Það eru kjöraðstæður fyrir vírusa. Þessvegna kvefumst við oftar á veturna. Kaffi hamlar vexti Sumir foreldrar hafa notað þetta til þess að halda börnum sínum frá kaffibollanum. En þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það þýðir ekki að kaffi sé hollt fyrir börn. Of mikið koffín getur verið vanabindandi og gert börn óróleg. Ef þú borðar gulrætur sérðu betur á nóttunni Mömmur finna margar skemmtilegar leiðir til þess að fá börnin til að borða grænmeti. Gulrætur innihalda A-vítamín sem eru góð fyrir sjónina. En lengra nær það ekki. Ekki synda í klukkutíma eftir að þú hefur borðað Það er tómt bull að fólk fái krampa ef það fer í sund strax eftir mat. Þú getur orðið blind(ur) af sjálfsfróun. Tóm tjara. (Sjúkk)
Erlent Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira