Spænska golfgoðsögnin Seve Ballesteros er nú á hægum batavegi að sögn talsmanns sjúkrahússins sem hann dvelur á í Madrid.
Svo gæti farið að Ballesteros yrði jafnvel tekinn af gjörgæsludeild La Paz sjúkrahússins í næstu viku.
Hinn 53 ára gamli kylfingur var greindur með heilaæxli og hefur farið í þrjár stórar aðgerðir.