Golf

Móðir Ragnheiðar fór holu í höggi í Peking

Sigríður kampakát með kylfumey sinni.
Sigríður kampakát með kylfumey sinni.

Sigríður Anna Guðjónsdóttir úr GO, móðir Ragnheiðar Ragnarsdóttur sundkonu sem keppti á Ólympíuleikunum, skellti sér í golf í Peking í gær. Hún gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi.

Sigríður náði draumahögginu á 12. holu vallarins og notaði 7 járn en holan er 130 yarda af rauðum teig, par-3. Höggið var þráðbeint og lenti á flötinni fyrir framan holuna og rann boltinn beint á stöngina og ofaní.

Allt varð vitlaust í klúbbhúsinu á eftir hringinn en Kínverjar gera mikið úr þessu. Sigríður Anna var leyst út með gjöfum og fer á heimasíðu klúbbsins sem "Hole-in-One Member".

Með í hollinu var eiginmaðurinn Ragnar Marteinsson GO og Gauti Grétarsson NK ásamt þremur frábærum kylfumeyjum sem dönsuðu og hoppuðu af gleði yfir þessu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×